Nýlega kom bókin Saga SFR – Saga baráttu og sigra í sjötíu ár, 1939-2009, rituð af Þorleifi Óskarssyni sagnfræðingi. Bókin fjallar um aðdraganda að stofnun félagsins og rekur síðan sögu SFR til ársins 2009. Blað stéttarfélaga hitti Þorleif yfir kaffi til að ræða skrifin og hans sýn á merkilega sögu félagsins. Félagsmenn sem eru áhugasamir og vilja eignast eintak af þessari merku bók geta komið eða haft samband við skrifstofu félagsins og nálgast eintak.
Þorleifur segir að forysta SFR eigi miklar þakkir skilið fyrir að vilja sýna liðinni tíð ræktarsemi. „Það fer auðvitað heilmikill tími í að skrifa svona bók,“ segir Þorleifur þegar hann tekur fyrsta sopann af kaffi. Vinnan hófst eins og vinna við önnur sagfræðirit með því að leita uppi söguleg gögn og fara í gegnum skjalasafn. „Það fór heilmikil vinna í að fara yfir skjalasafnið. Það var mikið af gögnum á þjóðskjalasafninu en mikið af þeim voru óflokkuð. Þannig að það fór gríðarlega mikil vinna í það og síðar í að vinna úr fundargerðarbókum. Seinna fór ég svo yfir blöðin og leitaði þá markvist á tímarit.is,“ segir Þorleifur og bendir á að eftir að opnuð var vefgátt með aðgengi tímaritum áratugi og jafnvel aldir aftur aftur í tímann hafi orðið bylting í starfi sagnfræðinga. „Það safn hefur náttúrulega gjörbreytt aðstöðu sagnfræðinga. Tilgangurinn með því að leita í blöðin var að sýna tíðarandann hverju sinni meðfram sögu félagsins. Saga SFR er nefnilega um leið saga samfélagsins og svo ríkisafskipta Mér finnst það grundvallaratriði að byggja svona bók upp með þeim hætti vegna þess að saga sem er fyrst og fremst einangruð við sögu félagsins verður svo þröng. Þannig bók gagnast einfaldlega ekki þeim sem vilja fá heildarskilning á því sem er að gerast.“
– Svo þröngt sögusvið myndi heldur kannski ekki þjóna þeim tilgangi að segja sögu félagsins vegna þess að félagið verður auðvitað ekki til í tómarúmi. Það er beinlínis tilgangur stéttarfélaga að breyta samfélaginu fyrir launafólk. „Já, einmitt, mér finnst það skipta öllu máli að þessu umfjöllun sé utan frá því annars er þetta bara í einhverju tómi. Með því að skrifa sögu stéttarfélaga með þessum hætti er líka hægt að fá bók sem er einskonar grundvallarrit. Svona kemur maður fram megin línum í þróun félagsins og samfélagsins sem það starfar í.“
Bókin er ríkulega skreytt myndum úr starfi félagsins auk þess sem hana prýða myndir víða að frá þeim tíma sem um er fjallað, enda leitaði höfundur fanga víða í heimildum, bæði í eigu félagsins og einnig í opinberum gögnum. Þá leitaði höfundur einnig eftir viðhorfum nokkurra helstu áhrifavalda í sögu SFR og þeir fengnir til að skyggnast inn í hina sögulegu vídd með það fyrir augum að dýpka umfjöllun bókarinnar þar má nefna auk nokkurra lykilstarfsmanna sem þátt tóku í starfi félagsins. – Það kemur fram í upphafi bókarinnar að byrjunarpunkturinn í sögu félgasins er í umhverfi þar sem mörgum ríkisstarfsmönnum finnst það kannski ekki alveg við hæfi að standa sjálfir í stéttarbaráttu líkt og óbreyttir verkamenn. „Já, ríkisstarfsmenn voru ekki stéttvísir. Þeir töldu sig ekki hluta af stétt almennra launamanna.“ – Hvernig er þetta núna? Eimir enn af þessum hugsunarhætti? „Nei alls ekki.“ svarar Þorleifur og hefur engu við að bæta. Ég hinkra örlítið og bíð eftir því að hann bæti í svarið en málið er útrætt að mati Þorleifs. Stéttarvitund ríkisstarfsmanna er sterk í dag og um það þarf ekki fleiri orð.
Tildrög að stofnun SFR
Stofnfundur Starfsmannafélags ríkisstofnana var haldinn þann 17. nóvember 1939 í Reykjavík. Íslendingar vou þá um 120 þúsund, þar af um 40 þúsund í höfuðborginni. Í bókinni kemur fram að á þessum tíma hafi í efnahags- og atvinnumálum verið grýtt braut að baki allt frá 1930 sökum heimskreppunnar. „Þegar horft var fram á við í ársbyrjun 1939 sáust þó fá teikn um betri tíð en undanfarin ár. Við blöstu afleiðingar kreppunnar sem drepið hafði atvinnulífið landsins í dróma og valdið viðvarandi atvinnuleysi, enn voru krepputímar og sýndu ekki á sér fararsnið,“ segir um stöðu mála í bókinni. Starfsmönnum í þjónustu ríkis fjölgaði verulega á árunum 1930 til 1940. Í upphafi fjórða áratugs 20. aldar voru ríkisstarfsmenn tæplega 1700 og steig fjöldi þeirra í tæplega 3200 árið 1940. Þetta samsvarar 90% aukningu. Grundvöllur fyrir samtök ríkisstarfsmanna var því árið 1939 traustari en fyrr. „Á nokkrum stærstu vinnustöðum ríkisstofnana voru reyndar starfsmannafélög og um þann farveg fór umræðan og aðdragandinn að stofnun SFR um haustið 1939. Þessi félög voru fyrst og fremst skemmtifélög en sumum þeirra tókst að þoka nokkru áleiðis um laun og ýmis réttindi stafsmanna. Það munu einkum hafa verið þrjú af þessum félögum, starfsmannafélög Tryggingastofnunar ríkisins, Tollstjóraskrifstofunnar og Tóbakseinkasölu ríkisins, sem ruddu brautina fyrir stofnun SFR en frumkvæðið kom fyrst og fremst frá starfsmönnum Tryggingastofnunar,“ segir í bókinni.
„Vegna hinna alvarlegu tíma, sem framundan eru…“
Fyrsti áþreifanlegi vitnisburðurinn um stofnun SFR er óundirritað bréf frá október 1939 þar sem ríkisstarfsmenn eru hvattir til dáða. „Vegna hinna alvarlegu tíma sem framundan eru, og þess ástands sem ríkir nú, teljum vér knýjandi nauðsyn bera til að launþegar ríkisstofnana beri saman ráð sín um á hvern hátt þeir geta best búist til varnar og sóknar til verndar hagsmunum sínum gegn yfirvofandi árásum. – vaxandi dýrtíð, launalækkun, hlunnindaskerðingu o.s.frv.“ Eins og áður var hér ekki um fyrstu tilraun til að stofna félag ríkisstarfsmanna. Fyrr á fjórða áratugnum, árið 1932 og 1933, höfðu tvær tilraunir til stofnunar félags runnið út um þúfur en nú hafði hvort tveggj gerst í senn: ríkisstarfsmönnum hafði fjölgað mikið og heimstyrjöldin seinni skollin á með víðtækum afleiðingum, einnig á á íslenskt samfélag.
„Vér heitum á yður að mæta…“
Um 50 manns mættu á stofnfundinn 17. nóvember en um 130 höfðu skráð sig þá þegar í félagið. „Vér heitum á yður að mæta og hvetja aðra starfsbræður og systur til þess sama. Munið að mæta stundvíslega,“ segir í fundarboði frá deginum áður. Guðjón B. Baldvinsson, starfsmaður Tryggingastofnunar setti fundinn fyrir hönd fundarboðenda og Páll Þorgeirsson, starfsmaður Tollstjóra var fundaritari. Á fundinum var borin upp tillaga um stofnun félags meðal skrifstofu- og afgreiðslufólki hjá ríki og ríkisfyrirtækjum. Á fundinum kom fram gagnrýni á þetta orðalag og spurningar um hvort takmarka ætti félagsskapinn við þessa hópa. Guðjón sem var fundarstjóri og einn þeirra sem kjörinn var í undirbúningsnefnd um stofnun félagsins ítrekaði við fundargesti að slíkt stæði ekki til þrátt fyrir nafngiftina. Undirbúningsnefndin vann hratt því framhaldsfundur og fyrsti aðalfundur hins nýja félags var haldinn nokkrum dögum eftir framhalds stofnfundinn, 22. nóvember 1939.
„Ruslakista ríkisstarfsmanna“
Frá upphafi daga unnu félagsmenn í hinu nýja félagi fjöbreytt störf og því talsverð áskorun að skapa og viðhalda samhug um að hagsmunir hins fjölbreytta hóps færu saman. Í bókinni rekur Þorleifur vel þær áskoranir sem stjórnir félagsins tókust á við. Fyrst um sinn fór kraftur í að sannfæra ríkisstarfsmenn um að eðlilegt væri að þeir mynduðu með sér stéttarfélag og stæðu í stéttabaráttu. Þá verður að hafa í huga að fyrstu áratugi SFR höfðu ríkisstarfsmenn ekki samnings- né verkfallsrétt. Það var því umtalsvert verk fyrir höndum. Frá upphafi var því lögð áhersla á ýmsa menningar- og útgáfustarfsemi sem skapað gæti samkennd í félaginu. „Félagið var á sínum tíma kallað ruslakista ríkisstarfsmanna eins og kemur fram í bókinni,“ segir Þorleifur um þá áskorun að þjappa saman hinum ólíku hópum. „SFR var mikið fólk sem átti ekki heima í öðrum stéttarfélögum. Þá var trúnaðarmannakerfi og þessi mikla blaðaútgafa eitthvað sem skipti rosalega miklu máli til þess að halda fólkinu saman.“
„Efla samvinnu félagsmanna og bæta þeirra hag“
Þessi þörf á aukinni samvinnu og vitund á sameiginlegum hagsmunum félagsmanna kom fram frá upphafi í stofngögnum félagsins, sem og fyrstu samþykktu lögum þess. Þar segir að félagið skuli „efla samvinnu og samstarf félagsmanna“ Í bókinni lýsir Þorleifur hvernig félagið hugðist ná yfirlýstum tilgangi með þrennum hætti. „Í fyrsta lagi með með því „að félagsbinda innan sinna vébanda allt það starfsfólk, sem rétt hefur til inntöku samkvæmt lögum þess“. Í öðru lagi með því „að vernda réttindi félagsmanna og beita sér gegn hverskonar misrétti í launagreiðslum og starfskjörum, m.a. með því að ná samningum við vinnuveitanda – ríkisstjórn eða forstöðumenn ríkisstofnana – um kaup g kjör félagsmanna“. Í þriðja lagi var svo ætlunin „að kosta kapps um að auka kynningu félagsmanna innbyrðis“.“
– Þú ferð vel yfir það hvernig eðli ríkisvaldsins breytist samhliða því að félagið er að styrkjast með árunum. Það er að segja í bókinni sér maður að meðfram auknum ríkisumsvifum þá breytist einfaldlega hlutverk ríkisins úr því að vera hafta- og eftirlitsvald í að taka sér þjónustuhluterk gagnvart borgurunum. „Þetta er auðvitað ekki slysaskot að draga fram þennan punkt,“ segir Þorleifur. „Það er líka ástæða til að hafa það í huga að samtök launafólks eiga þátt í mjög miklum breytingum á samfélaginu til aukinnar almannaþjónustu. Við getum ekki sagt að ríkið hafi átt frumkvæði að þessum breytingum.“ Félagsmenn SFR störfuðu árið 1939 í 22 tveimur stofnunum. Langflestir stofnenda félagsins komu frá fjórum stofnunum: Tollstjóraskrifstofunni, Tóbakseinkasölu ríkisins og Tryggingastofnun og Gjaldeyris- og innflutningsnefnd. Saman var starfsfólk þessa stofnana 51% félagsmanna á þessum árum.
Frá hafta- og eftirlitstofnunum í þjónustu
Opinberum starfsmönnum fjölgaði verulega á sjötta áratug síðustu aldar. Fyrst um sinn tók sú fjölgun ekki til SFR þó. „Félagið átti á margan hátt á brattann að sækja samanborið við fagstéttarfélög annars vegar, eins og t.d. félög kennara, og staðbundin samtök hins vegar. Eru bæjastarfsmannafélög góð dæmi þar um. Starfsmenn ríkisins, sem eðli málsins samkvæmt áttu heim í SFR, voru dreifðir milli fjölda stofnana og lengi vel náði félagið ekki til þeirra sem bjuggu á landsbyggðinni. Störfin voru ólík og fyrir bragðið var erfiðara að ná til þessa fólks sem skilgreinds hóps. Þetta þýddi að margir sem hefðu átt að vera í félaginu stóðu utangáttar,“ skrifar Þorleifur í bókinni. „Á þessu tímaskeiði spegluðu ýmsar ríkisstofnanir þjóðfélag sem bar keim af haftastefnu og ríkisforsjá. Ríkisafskipti og umsvif hins opinbera voru framan af talsvert á eftirfarandi nótum. Það voru eftirlitsstofnanir, skömmtunarstofnanir, þjónustustofnanir í tengslum við atvinnuvegi og atvinnurekstur. Höft í viðskipta- og gjaldeyrismálum gátu af sér ýmsar stofnanir sem koma nútímanum spánskt fyrir sjónir. Þar má til dæmis nefna Víðtækjaverslun ríkisins sem annaðist sölu og viðgerðir á útvarpstækjum og á því sviði var ekki öðrum aðilum til að dreifa.“
Almannaþjónusta eflist
Þorleifur bendir á að samhliða auknu þjónustuhlutverki ríkisins hafi hlutverkið breyst í aukna þjónustu við almenning. „Á tímum viðreisnarstjórnarinnar á sjöunda áratugnum þá er náttúrlega uppbygging í almannaþjónustu og félagslega kerfinu,“ segir Þorleifur um þennan anga málsins. „Samfélagið er að breytast mikið. Eðli heilbrigðiskerfisins er að breytast mjög mikið á þessum tíma. Þá er líka farið í að safna félögum því það var ekki skylda að vera í stéttarfélagi. Snemma á áttunda áratugnum þá eru sett ný lög um stéttarfélög og samningsrétt þar sem allir eru skyldaðir til að greiða til stéttarfélaga óháð því hvort þeir voru félagsmenn eða ekki. Þá fjölgar auðvitað mjög mikið í félaginu því fólk sér ekki tilgang í því að borga í félagið en vera ekki í því.“
Vaxtar- og þróunartímabil 1960 – 1972
Við lestur bókarinnar sést sá mikli vöxtur sem SFR og raunar öll samtök launþega ganga í gegnum á sjöunda áratug síðustu aldar. „Ef til vill var það til vitnis um að samtök opinberra starfsmanna voru farin að fá meiri þýðingu á vettvangi þjóðfélagsbaráttunnar að nú var tekist á í kosningum á aðalfundum gagnstætt því sem verið hafði á undangengnum kyrrstöðuárum. Eflaust átti það bæði við um félagsmennina og stjórnmálaflokkana að meira máli þótti skipta hver hélt um stjórnartaumana í stærstu samtökum opinberra starfsmanna eftir að þau fengu samningsrétt árið 1962 þótt að enn væri hann takmarkaður. Vitund fólks um að nú væri hægt að hafa áhrif á framvinduna í kjarasamnigum skipti miklu máli – ekki síst á tímum óánægju með kjörin sem var oft mikil, einkum í kjölfar mikilla gengisfellinga sem gripið var til sem efnahagsúrræðis á þessum árum.“ Meðfram þessum breytingum tók að fjölga verulega í samtökunum. Vöxturinn í þjónustustarfsemi ríkis- og sveitarfélaga náði einnig til félagsmanna SFR. Í bók Þorleifs kemur fram að um 1940 voru opinberir starfsmenn um 5.5% af vinnuaflinu. 1960 voru þeir 10.5%, árið 1972 12.5% og 18% árið 1990. Félagsmönnum SFR hafði fjölgað sáralítið á fyrstu tveimur áratugum þess. „Öðru máli gegndi um þá tvo áratugi sem nú fóru um hönd.“ Félagsmenn SFR voru 644 árið 1960 en rúmu áratug síðar voru þeir um 1700. „Samsetning félagsins var nú einnig að breytast,“ skrifar Þorleifur og setur í samhengi við mikla aukningu á velferðar- og þjónustuhlutverki hins opinbera.
Átök höfðu lífgandi áhrif
Saga SFR eins og saga flestra félaga er ekki aðeins saga samstöðu og félagslífs heldur saga átaka um hvert skal stefna. Yfir kaffibollanum ræddum við Þorleifur þessa sögu átaka. „Ég er á því að átök séu alltaf af hinu góða þótt þau séu erfið á meðan á stendur. Þau hleypa nýju blóði í starfið og auka umræðu.“ Hann nefnir sem dæmi átökin milli Páls Hafstað og Guðjóns Baldvinssonar um formennsku. Páll sigraði Guðjón í slag um formannsstólinn árið 1959 og gegndi síðan formennsku til 1963. Páll var sósíalisti og í bókinni kemur fram að hans formannstíð var „allstormasöm“. Þá vitnar Þorleifur til 30 ára afmælisútgáfu félagsins árið 1969, þar sem Páll snertir á þessum átökum. „Því er ekki að leyna að ágreiningur innan stjórnarinnar setti mjög mark sitt á starfið fyrsta árið,“ skrifaði Páll. Á þeim tíma sem Páll ávarpar var stjórnin ekki samstíga um hvert skyldi halda. Samhliða þessari gerjun var félagið þó að vaxta umtalsvert og segja má að talsverð kaflaskil hafi orðið árið 1966 þegar félagið réð sinn fyrsta starfsmann. „Öll starfsemi félagsins varð fyrir vikið miklu markvissari en fyrr. Störf framkvæmdastjóranna, eins og fyrstu stafsmennirnir voru titlaðir, gjörbreyttu umsvifum félagsins. Skrifstofan var nú opin allan daginn, mánudaga til föstudaga en hafði áður aðeins verið opin einu sinni í viku í eina klukkustund. Þannig stóð nú til boða stórbætt þjónusta af hálfu félagsins. Þá tók útgáfa-og kynningarstarf fjörkipp.“ Annað dæmi sem Þorleifur nefnir og gert er vel skil í bókinni eru átökin í kringum formannsframboð Sigríðar Kristinsdóttur árið 1990 gegn Einari Ólafssyni. Einar hafði þá verið formaður allt frá árinu 1969. Þorleifur bendir á að vissulega hafi átökin verið hörð en þau hafi auðvitað líka hleypt lífi í starfið.
The medication provides men with a natural and purchase cialis online pdxcommercial.com long lasting erection. The side effects associated with https://pdxcommercial.com/author/malauddin/ viagra prescription free Tadacip are similar to those when taking anastrozole. When it is taken in this form, free sample of cialis website here the amino acid arginine. It can even be as a result stress and cialis discount online depression.
Uppreisnarhreyfingar í Mið-Ameríku
Áhugasamir geta lesið ítarlegt viðtal við Sigríði Kristinsdóttur í sögubók SFR. „Ég hafði orð á mér, og líklega ekki að ósekju, að ég væri róttæklingur,“ hefur Þorleifur eftir Sigríði. „Eitt af því sem var notað gegn mér var að ég ætlaði að fara með sjóði félagsins til Mið-Ameríku til að styðja uppreisnarhreyfingar í El Salvador. Ástæðan var sú að á fundi í stjórn SFR hafði ég lagt til að styrkja sjúkrastöð í El Salvador, sem verið var að reyna að koma á fót þar, um 50 þúsund krónur. Þetta féll í grýttan jarðveg og var notað gegn mér á þennan hátt. Ég held þó að það hafi nú ekki margir tekið þann málflutning alvarlega og eftir á að hyggja er ekki annað hægt en að hafa gaman af þessari fléttu andstæðinga minna.“ Í bók Þorleifs kemur fram að átökum um hinn nýja formann hafi ekki lokið strax við stjórnarskiptin því á næsta fundi hafi komið mótframboð sem þó hlaut litlar undirtektir. „En átökin skildu eftir sig sár sem voru lengi að gróa.“ Þá kemur fram í söguritun félagsins að mörgum merkum áföngum hafi verið náð í starfsemi félagsins á árunum 1990 til 2009, fyrst undir forustu Sigríðar, síðar Jens Andréssonar á árunum 1996 – 2006 og svo Árna Stefáns Jónssonar, núverandi formanns SFR sem tók við árið 2006. „Stórt skref í lýðræðisátt var stigið með því að breyta ákvæðum í lögum félagsins um stjórnarsetu. Fyrst var formennska bundin við sex ár en síðar í tíu ár og aðrir stjórnarmeðlimir máttu ekki sitja lengur en í sex ár samfleytt. Virk þátttaka í mikilvægu samstarfi við erlend verkalýðssamtök hófst fyrir alvöru. Stórstígar framfarir urðu í menntunarmálum félagsmanna og algjör umbylting varð í samningamálum. Orlofsmálum var áfram sinnt af kappi en með breyttum áherslum og þjónusta skrifstofunarinnar við félagsmenn fór ört vaxandi,“ segir í Sögu baráttu og sigra í sjötíu ár.
Orlofshús og frístundir
Hugmyndir um félagsleg úrræði í orlofsmálum settu svip sinn á starfsemi SFR snemma. Hugmyndir um uppbyggingu orlofshúsa voru komnar á kreik nokkru áður en slík uppbygging hófst en snemma markaðist starfsemi félagsins af menningar- og félagsstarfsemi með það að markmiði að launþegar gætu notið frítíma með besta móti. Á fyrstu árum félagsins var áhersla á skemmtanir og leikhúsferðir svo dæmi séu tekin. Enn má sjá áherslu á slíka viðburði en þó með breyttum áherslum sem taka mið að auknu aðgengi ýmissa viðburða. „Maður á kannski erfitt með að segja það eftir á en það sem mér fannst mjög athyglisvert er að á áttunda og níunda áratugnum þá er þetta rosalega virka félagsstarf á Grettisgötunni,“ segir Þorleifur um þennan hluta sögurnnar. „Þá er jólaföndur og allskonar eins og leikhúsferðir. Þetta kemur þá til vegna þess að leikhúsferðir voru þá ekki endilega jafn sjálfsagður hlutur fyrir launafólk og þau eru núna. Það var ekki sjálfsagt að drífa sig bara í leikhús á þessum árum.“ – Í bókinni þykist ég taka eftir því að höfundurinn ber talsverða virðingu fyrir þessum hluta starfsins og á ég þá við allt frá föndri til leikhúsferða og seinna uppbyggingu orlofshúsa og utanlandsferða. „Sumarhúsin eru að erlendar fyrirmyndir en þetta skipti rosalega miklu máli fyrir fólk. Tækifærin voru svo afskaplega fá. Á þessum tíma áttu ekkert allir bíl. Þarna fór fólk upp í Munaðarnes með rútu. Þetta er allt annar veruleiki en það sem við erum að tala um núna. Sumarhúsin eru samt enn mjög vinsæl og það er vel,“ segir Þorleifur.
Upphafið í Munaðarnesi
Útleiga olrofshúsa hefst árið 1971. Félagið hafði þá fjögur hús til ráðstöfunar í Munaðarnesi. „Fyrsta umræðan um orlofsheimili á vettvangi SFR mun hafa farið fram á aðalfundi félagsins árið 1957. Í skýrslu Guðjóns B. Baldvinssonar formanns kom fram að hann taldi tímabært að félagið athugaði möguleika á því að félagsmenn ættu kost á dvöl á orlofsheimilum yrði þeim komið upp.“ Eins og áður segir var algengt að stéttarfélög erlendis ættu slík hús en hér á landi voru þá þegar einstök dæmi þess að stéttarfélög hefðu slík hús til umráða fyrir félagsfólk. „Má í því sambandi nefna Póstmannafélag Íslands sem átti bústað þegar á fjórða áratugnum en slíkt heyrði til undantekninga á þeim tíma,“ skrifar Þorleifur í bókinni. Sömuleiðis hafði stéttarfélögum á almennum markaði orðið talsvert ágengt í þessum málum uppúr 1960 en ASÍ hafði árið 1956 fengið land til slíkrar uppbyggingar í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna. Upbbygging SFR í Munaðarnesi var nátengd starfi BSRB en við lestur bókar Þorleifs þarf enginn að velkjast í vafa um að SFR og BSRB hafa alla sína tíð starfað náið saman í gegnum aðild SFR að samtökunum.
Gekk vonum framar
Eftirspurn eftir orlofshúsum var langt umfram væntingar. Vikuleiga var í upphafi um 2500 kr. og höfðu verið uppi áhyggjur af því að leigutekjurnar dygðu vart fyrir rekstri húsana. Raunin varð þó sú að reksturinn gekk vonum framar. „Vegna mikillar eftirsóknar gekk allt upp og raunar gott betur því tekjuafgangurinn var um 23 þúsund krónur.“ Sá afgangur var þá nýttur til að laga ýmislegt í húsunum, meðal annars með kaupum á bókum um náttúru Íslands og einnig til að bæta húsbúnað. Fyrstu skref SFR í orlofshúsamálum sýndu því svo ekki var vafi á að félagsmenn kunnu vel að meta þessa áherslu. Ævintýrið var því rétt að byrja og enn heldur uppbyggingin áfram.
Kvennafrídagurinn 1975
Veruleg umskipti áttu sér stað er varðar atvinnuþátttöku kvenna á árunum 1960 til 1975. Í sögu SFR er þessum breytingum gerð vel skil, sem og þátt stéttarfélaga í kvennafrídeginum árið 1975. Á Vesturlöndum reis kröftug umræða um stöðu kvenna og öflugar kvennahreyfingar urðu til samhliða. „Ómur af málfutningi rísandi kvennahreyfinga á Vesturlöndum náði smám saman inn fyrir veggi Sameinuðu þjóðanna þar sem Helvi Sipilä frá Finnlandi var aðstoðarframkvæmdastjóri,“ segir í sögu SFR um þessar breytingar. „Hún hvatti til umræða um stöðu kvenna á vettvangi samtakanna og árið 1973 var samþykkt að gera árið 1975 að kvennaári.“ Í bókinni segir að óvíða hafi tekist jafn vel til við undirbúning kvennaársins og á Íslandi. Valborg Bentsdóttir, fyrrum varaformaður SFR, sat í framkvæmdanefnd og undirbúningshóp um kvennafrí 24. október 1975 ásamt þeim Þuríði Magnúsdóttur, Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, Ernu Ragnarsdóttur, Þorbjörgu Jónsdóttur, Gerði Steinþósdóttur, Björgu Einarsdóttur, Bessí Jóhannsdóttur, Elísabetu Gunnarsdóttur, Margréti S. Einarsdóttur og Ásdísi Guðmundsdóttur. Kvennafrídagurinn varð að einhverjum magnaðasta útifundi sem haldinn hefur verið hér á landi. Talið er að um 30 þúsund manns hafi veið á fundinum. „24. dagur októbermáðanaðar rann upp og veðurguðirnir reyndust jafnréttisbaáttunni hliðhollir í þetta sinn,“ hefur Þorleifur eftir Gerði Steinþórsdóttur í bókinni. „Þennan dag lamaðist atvinnulífið í landinu að miklu leyti: dagheimili, barna- og gagnfræðaskólar voru lokaðir, einnig stórverslanir, frystihús og leikhús og engin síðdegisblöð komu út. Sumir vinnustaðir voru opnir og má þar nefna bankana þar sem karlar gengu í störf kvenna, jafnvel bankastjórarnir og mikið var af börnum að leik.“Gerður segir einnig frá vandræðagangi sumra karlmanna við að sinna skyldum sínum á meðan á öllu stóð. „Þessi dagur reyndist mörgum karlmönnum erfiður. Barnaumönnun var í þeirra höndum. Mikið seldist af pylsum daginn áður og á grillstöðum voru margir viðvaningar við störf. Sumir töluðu um föstudaginn langa.“
Verkfall er hafið
Ríkisstarfsmenn höfðu framan af ekki verkfallsrétt og setti það svip sinn á starfsemi stéttarfélaga þeirra. Lög frá árinu 1915 kváðu á um bann við verföllum opinberra starfsmanna og var samkvæmt þeim refisvert að brjóta bannið. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja barðist frá stofnun fyrir samings- og verkfallsrétti opinberra starfsmanna. „Sú barátta skilaði að lokum árangri með afnámi launalaga og setningu lagabálks um kjarasamninga opinberra starfsmanna árið 1962,“ segir í bókinni. Með lagasetningu árið 1973 var svo heildarsamtökum stéttarfélaga veitt samingsaðild að aðalkjarasamningum. Árið 1976 voru svo sett lög sem tóku gildi árið 1977 sem veittu BSRB heimild til allsherjarverfalls. Ekki leið á löngu þar til verkfall skall á en dagana 11.-25. október fór BSRB í verkfall. Í sögu SFR kemur fram að verkfallið hafi haft víðtæk áhrif og verið nokkuð hatramt. Í byrjun árs 1978 samþykkti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lagasetningu sem fól í sér kjaraskerðingu og við það myndaðist víðtæk samstaða launafólks á almennum og opinberum markaði. „Krafan „samningana í gildi“ heyrðist nú um allt landið þvert og endilangt. Áttu verkalýðshreyfingin og vinstriflokkar þar samleið og skýrir það án efa mikinn kosningasigur Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins vorið 1978,“ segir í bókinni.
1984
Óhætt er að fullyrða að verkfallið árið 1984 sé eitt umtalaðasta verkfall sögunnar. Verkfallið hafði víðtæk áhrif í samfélaginu. Þarf því engan að undra að nokkuð sé um aðgerðinar að finna í söguritun félagsins. „SFR stóð fyrir kröftugri umræðu um kaup og kjör á áttunda áratugnum og hinum níunda og lét auk þess mjög að sér kveða á vettvangi BSRB.“ Í bók Þorleifs eru talsvert vitnað til Félagstíðanda í umfjöllun um þennan tíma og verkfallið sjálft. Í apríl árið 1980 er launafólk hvatt til þess að búa sig undir „hörð átök“. – Verkfallið árið 1984 er auðvitað sögulegt verkfall og þú hefur væntanlega upplifað það sjálfur? „Á þessum tíma er ég í háskólanum og þetta hafði gríðarleg áhrif. Verkfallið var svo rosalega víðtækt. Það var ekkert útvarp, ekkert sjónvarp og svo vildi maður auðvitað komast í Áfengisverslun ríkisins. Það gekk ekkert,“ segir Þorleifur. – Það var kannski erfiðast fyrir háskólanemann? Þorleifur hlær örlítlið ofan í kaffibollan en svarar spurningunni hvorki játandi né neitandi. „Þetta voru gríðarleg átök en svo var með einni gengisfellingu tveimur eða þremur vikum á eftir allur árangurinn þurrkaður út. Það er ein ástæða þess tel ég að Kennarasambandið og fleiri fóru að hugsa um úrsögn úr BSRB og gerðu svo síðar. Þau komust að þeirri niðurstöðu að þetta hefði verið tilgangslaust.“ – Skynjaðir þú á þessum tíma að þú værir að upplifa sögulega tíma á þessum tíma. Því þetta er líklega eitt frægasta verkfall Íslands. „Nei, í raun ekki. Ég man auðvitað miklu betri eftir hruninu enda nær í tíma ,“ svarar Þorleifur en bætir við að auðvitað skynji hann það núna hvað þetta voru merkilegir tímar þótt hann hafi kannski ekki áttað sig á því þá. Minnið sé líka brigðult.
– Vegna þess að þú nefnir hrunið og bókin endar einmitt á þeim árum. Hvað er það við þann tíma sem gerir að verkum að þú mannst það svona vel. „Það var miklu alvarlegri hlutur og nær í tíma. Satt best að segja samt þá var ég á þessum tíma orðinn svo leiður á þessu nýja samfélagi þar sem allt snérist um að selja og kaupa einhver hlutabréf. Ég var eiginlega hættur að fylgjast með en svo sá ég eftir á að ef ég hefði fylgst með erlendum fjölmiðlum þá hefði ég vitað í hvað stefndi. Það er svolítið merkilegt að á þriðja og fjórða áratugnum voru sósíalistar mikið að tala auðvaldið en þegar komið var yfir árið 2000 þá finnst mér eins og við hefðum fyrst átt að tala um auðvald en þá var sáralítið talað um það.“
Stoltur af verkinu
Um þetta leyti eru kaffibollarnir orðnir tómir og samtalið fer um víðan völl, langt út fyrir efni bókarinnar. Ég get þó ekki stillt mig um að spyrja Þorleif aðeins um árin eftir hrun fyrst sá tími er honum hugleikinn. – Bókin endar 2009. Fannst þér aldrei neitt grátlegt að taka ekki eftirhrunsárin? „Jú, jú, auðvitað,“ svarar Þorleifur en bendir á að í bókinni sé ítarlega fjallað um árin fram að því. Sérstaklega þá átökin í samfélaginu sem urðu upp úr 1990. Á þeim tíma er mikil pólitísk gerjun í samfélaginu og átök um samfélagsgerðina – átök sem ekki höfðu verið áður með sama hætti. Þorleifur segir dæmi um þessa samstöðu til að mynda að finna í sögu SFR af uppbyggingu orlofshúsa. „Varðandi orlofsmálin og þá samstöðu sem ríkti um samfélagsgerðina og raunar allt frá seinna stríði þá er það Viðreisnarstjórnin sem gefur Alþýðusambandinu land undir sumarhúsabyggðina í Ölfusi og síðan er það ríkisstjórnin sem gefur BSRB land. Þau fengu reyndar ekki að vera þar vegna KFUM en þarna koma fram allt önnur viðhorf en síðar er.“ – Þarna er staðan auðvitað sú að baráttan snýst talsvert um frítíma fólks og réttinn til að lifa fyrir annað en vinnu, ekki satt? „Það má segja það jú, í raun og veru er það ekki fyrr en 1969 að laugardagsvinna leggst alveg af hjá ríkisstarfsmönnum. Það er náttúrulega heilmikil breyting. Löggjöf um átta tíma vinnudag almennt er ekki fyrr en snemma á áttunda áratugnum. Síðan hefur ekkert gerst í átt að styttingu að mínu mati. Og síðast en ekki síðast en ekki síst var samstaða meðal allra stjórnmálaflokka um uppyggingu velferðiskerfins og það auðveldaði auðvitað framgang þeirrar stefnu sem verkalýðsins bar fyrir brjósti og barðist fyrir.“
Andvökunætur
– Hvernig var að skrifa þessa bók. Þú þakkar Sólveigu Jónasóttur, upplýsingafulltrúa SFR, sérstaklega fyrir vinnu langt fram eftir nóttu fyrir hjálpina. „Já, alveg og sérstaklega við frágang. Ég hefði aldrei getað gengið frá þessu án hennar.“ Sólveig er ekki ein um að fá sérstakar þakkir í formála bókarinnar en auk hennar má nefna fyrrverandi varaformann félagsins Védísi Guðjónsdóttur, sem og framlagi Péturs Óskarssonar, sem um tíma var ljósmyndari félagsins, fyrir sitt framlag. Þau eru ekki eina fólkið sem fær sérstakar þakkir en á formála bókarinnar má sjá að þau ásamt Ugga Jónssyni, prófarkalesara, fá mikið hól. – Þú tókst mörg viðtöl við gerð bókarinnar og í þeim fannst mér sem lesanda koma svo augljóslega fram að félagið á fullt af fólki sem brennur fyrir málefni þess? „Við getum til dæmis nefnt Siggu sem var svo mikill róttæklingur og réttsýn að ég man sögu af því þegar hún var beðin um að skrifa undir einhvern víxil og vera ábyrgðarmaður. Það sem henni þótti eiginlega verst þar var að hann skyldi ekki falla á hana svo hún gæti staðið í einhverjum slagsmálum við bankann. Hún var svo mikil réttlætismanneskja. Ég nefni líka Jens Andrésson og Ögmund Jónasson, þú ert nægilega ungur til að þekkja til hans.“
Bókin endi ekki inn í skúr
Sagnfræðibækur enda ekki alltaf á topp tíu í bókasölu. Ég get ekki stillt mig um að spyrja Þorleif hvort hann hafi við skrifin óttast að örlög bókarinnar yrði hilla í skúr. „Já, ég gerði nú alveg ráð fyrir því satt að segja,“ svarar Þorleifur en bætir við að hann voni nú að það verði ekki örlög hennar því þannig gagnist hún ekki mikið. „Ég lærði sjálfur heilmikið á að skrifa hana og vona að hún gagnist lesendum.“
Upphaflega birt í Blaði stéttarfélaga, janúar 2018