Velferðarráðuneytið samdi frumvarp um afturvirk lög þar sem milljarða réttindi voru tekin af öldruðum en ekki velferðarnefnd. Þetta kemur fram í svari Nichole Leigh Mosty, formanni nefndarinnar, við fyrirspurnum Fréttatímans. Svarið stangast á við skýringar ráðuneytisins sem hafnaði beiðni Fréttatímans um frumvarpsdrög á þeim forsendum að engin slík gögn væru til.
– Velferðarráðuneytið samdi frumvarp ofan í velferðarnefnd.
– Allt kapp var lagt á að fela og eyða gögnum
– Álit Ríkislögmanns er í andstöðu við ráðleggingar gesta velferðarnefndar
– Ráðuneytið lagði blessun á að greiða ekki út í samræmi við lög
– Gögnum málsins virðist hafa verið eytt í Tryggingastofnun
Tryggingastofnun virðist líka hafa eytt öllum gögnum vegna sinna útreikninga. „Það eru engin gögn til um þetta atriði,“ segir í svari stofnunarinnar um aðgang að gögnunum. Samskipti við ráðherra vegna málsins virðast ekki hafa verið skráð og beiðni um afrit af þeim var því hafnað.
Nichole segir málið hafa fengið „nokkuð hefðbundna málsmeðferð“ í þinginu. „Fulltrúar úr velferðarráðuneytinu komu fyrir nefndina eins fljótt og kostur var eftir að málið kom í ljós. Þar var öllum nefndarmönnum kynnt málið og borið undir nefndina hvort hún væri til í að flytja málið fyrir þinginu.“ Umræddur fundur fór fram þann sjötta febrúar skömmu áður en þingið átti að fara í kjördæmaviku. Það var Tryggingastofnun sem tók eftir því í lok janúar að greiðslur úr skyldubundnum lífeyrissjóði töldust ekki til tekna samkvæmt lagabókstaf sem þýðir að þær reiknast ekki til skerðingar greiðsla frá Tryggingastofnun.
„Þá hafði Tryggingastofnun þegar greitt ellilífeyri fyrirfram fyrir janúar og tölvukeyrslu var lokið vegna greiðslu bóta fyrir febrúar. Þar af leiðandi var hvorki um að ræða sérstaka ákvörðun Tryggingastofnunar né einhverja staðfestingu af hálfu ráðuneytisins um „að greiða ekki út þrátt fyrir lagabókstaf“,“ segir í svari ráðuneytisins við ósk um afrit af öllum þeim gögnum sem nýtt voru við mat ráðuneytis eða Tryggingastofnunar um að greiða ekki út í samræmi við gildandi lög heldur það sem kallað hefur verið vilja löggjafans.
Hið rétta er þó að ákveðið var að greiða ekki út í samræmi við lög eftir að villan var uppvís. Engin tilraun var gerð til leiðréttingar og útreikningar á kostnaði voru gerðir utan kerfis. Þá fékk Tryggingastofnun fyrirmæli frá ráðuneytinu um að „reikna með því að greiða marsmánuð með sama hætti og janúar og febrúar.“
Skömmu eftir fund fulltrúa velferðarráðuneytisins með velferðarnefnd Alþingis óskaði ráðuneytið eftir áliti ríkislögmanns á því hvort setja mætti afturvirk lög. Í álitinu er vísað til bréfs frá ráðuneytinu þar sem gefin eru fyrirmæli um hvað skal athuga. Í sama áliti kemur fram að ráðuneytið undirbúi frumvarp til breytingu laganna. Þessi gögn neitar ráðuneytið að séu til.
Álit ríkislögmanns er samkvæmt heimildum Fréttatímans í algjörri andstöðu við álit þeirra sérfræðinga sem nefndin kallaði til vegna málsins. Ríkislögmaður telur það ekkert sérstaklega vandkvæðum háð í þessu tilviki að setja lög aftur í tímann.
Nichole segir starfsmenn ráðuneytisins hafa eftir fundinn þann sjötta febrúar verið í samskiptum við starfsmenn velferðarnefndar vegna vinnslu á frumvarpinu. „Í framhaldi af umræðum nefndarinnar var ákveðið að ráðuneytið gerði drög að frumvarpinu í samráði við starfsmenn nefndarinnar með hliðsjón af þeim umræðum sem fram fóru í nefndinni,“ segir Nichole. Þetta er gengur í berhögg við svör ráðuneytisins við ítrekuðum beiðnum um gögn vegna vinnslu málsins.
Halldóra Mogensen, fulltrúi Pírata í velferðarnefnd, spurði þó ráðherra í þinginu þann 27. febrúar hvers vegna hann hafi ekki talað sjálfur fyrir málinu. Þorsteinn sagði „augljóst“ að um mistök væri að ræða og að ásetningur löggjafans hefði verið annar en varð raunin. Þá vitnaði hann til hefðar sem hann þekkti reyndar ekki sjálfur sem ástæðu þess að hann tæki ekki ábyrgð á málinu.
But the coordinator canada super viagra of the department of Urology at PSRI hospital dedicatedly looks after all the health concerns of men related to their urinary tract and reproductive system with a lot of proficiency and compassion. But here is a list of techniques that’s most commonly used by the Doctors. loved this buy cialis australia You need an idea of precisely what feels to a person – big or small, community or perhaps exclusive, definately not property or even nearby. cheapest viagra pills According to the different symptoms, herbal cialis 5 mg more treatment of prostatitis has many methods.
Um hvað snýst málið
Alþingi samþykkti afturvirkar breytingar á almannatryggingalögum sem fela í sér skerðingu á fimm milljarða réttindum sem ellilífeyrisþegar öðluðust í janúar og febrúar. Almennt virðist sátt um að réttindin hafi verið mistök en ekki ætlun löggjafans. Velferðarráðuneytið ákvað í kjölfarið að Alþingi skyldi samþykkja afturvirk lög sem afnámu réttinn. Almennt er ekki talið réttmætt að samþykkja afturvirk lög þótt ekki sé lagt blátt bann við slíku hér á landi. Hugsanlegt er að hér hafi skapast bótaskylda á ríkið vegna málsins. Leyndarhyggja ráðuneytis og þings í málinu er merki um að vitneskja sé um þá bótaskyldu hjá stjórnvöldum.
Tímalína
30. janúar
Tryggingastofnun tilkynnir velferðarráðuneytinu um að milljarðamistök sé að finna í lögum um Almannatryggingar. Ráðuneytið óskar útreikninga á kostnaðinum.
3. febrúar
Starfsmaður Tryggingarstofnunar tilkynnir ráðuneytinu að það kosti um 2,5 milljarða að greiða út í samræmi við gildandi lög. Ráðuneytið tilkynnir Tryggingastofnun að þau ætli að „hamra á að þetta sé hreinlega villa“
6. febrúar
Velferðarnefnd er greint frá málinu af fulltrúum ráðuneytisins sem óska þess að nefndin flytji málið en að ráðuneytið skrifi frumvarpið og greinargerð. Í kjölfarið óskar ráðuneytið eftir áliti ríkislögmanns um hvort gerlegt sé að setja afturvirk lög. Ráðuneytið, velferðarnefnd og Tryggingastofnun sammælast um að hafa lágt um málið og halda því leyndu.
14. febrúar
Ríkislögmaður skilar áliti vegna afturvirkni laga og virðist þvert á álit annarra sem síðar voru kallaðir fyrir velferðarnefnd telja lítið mál að setja afturvirk lög þar sem réttindi eru tekin af fólki. Nokkrum dögum síðar er álitið sent til velferðarnefndar.
22. febrúar
Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar, mælir fyrir frumvarpi um afturvirka breytingu á almannatryggingum.
27. febrúar
Ný afturvirk lög taka gildi.
Upphaflega birt í Fréttatímanum árið 2017