
Skömmu fyrir sjö að morgni annars desembers 2013 var Sævar Rafn Jónsson úrskurðaður látinn í íbúð sinni í Hraunbæ. Í fyrsta sinn hafði sérsveit lögreglu fellt mann. Sævar hafði árum saman átt við geðræn vandamál að stríða. Aðdragandinn að umsátri sérsveitarinn utan heimili hans var nokkur. Viðvaranir margar og heimildir til inngrips til staðar. Þrátt fyrir það aðhafðist lögreglan ekki. Innanríkisráðherra hefur ásamt lögreglu kallað eftir umræðu um þörfina á öryggisstofnun og auknu lagarými lögreglu. Píratar hafa á móti kallað eftir auknu eftirliti með störfum lögreglu.
Í október, tveimur mánuðum fyrir andlát Sævars, var hann stöðvaður vegna ölvunarakstur og ætlaðs vopnalagabrots. Lögreglan gerði hnífa upptæka en í málaskrá lögreglu, LÖKE, kemur fram að lögreglumaðurinn sem sá um málið taldi að Sævar ætti ekki að bera vopn í því ástandi sem hann var í. „…hann virkar ekki andlega heill á geði í bandl við það ölvunarástand sem hann var í,“ segir í lögregluskýrslu. Sævar hafði þá áður hótað bæði fjölskyldu sinni, lögreglu, starfsfólki félagsþjónustunar og einstakling sem hann taldi sig sitthvað sökugt við vegna viðskipta.
Allar dyr lokaðar
Sigríður Ósk Jónasdóttir, systir Sævars tilkynnti versnandi ástand bróður síns til lögreglu tvívegis með formlegum hætti. Fyrst í maí 2013 þegar hún tjáði lögreglunni á Akureyri að Sævar segðist hafa byssu undir höndum og að hann ætlaði sér að beita henni gegn fjölskyldu sinni og lögreglunni. Þá aðhafðist lögreglan ekkert. Skömmu síðar, eða í júní, sendi Sævar bréf á starfsmann Héraðsdóms Reykjavíkur og almennt pósthólf dómsins um að hann hefði keypt sér byssu og hyggðist nota á nafngreindan aðila. „Ég get svosem frætt ykkur með því að fyrir 200.000,- keypti ég Winchester pumpu og tösku af skotum (…) enn þetta fuðrar upp í trýnið á ykkur og [fjarlægt] verður drepinn. Hafið þið aldrei heyrt um „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.““ Sami póstur var síðar sendur á innanríkisráðuneytið. Sigríður fékk svo svipaðan póst sem innihélt hótanir gagnvart fjölskyldu Sævars og lögreglu. Hún tilkynnti áhyggjur sínar en án árangurs.

Ekkert byssuleyfi
Það vekur sérstaka athygli að Sævar hafði víða viðurkennt kaup á „Winchester pumpu.“ Sævar var ekki með byssuleyfi og gæti slíkt talist sem rökstuddur grunur um vopnalagabrot. Brot á vopnalögum varðar allt að fjögurra ára fangelsi. Í tilfelli Sævars hafði hann ekki aðeins tilgreint vopnakaup heldur hótað ofbeldi gagnvart nafngreindum einstakling sem hann taldi sig hafa harma að hefna gagnvart. Í ljós hefur komið að haglabyssa Sævars var þýfi sem hann hafði keypt á netinu. Upplýsingar sem komið hefðu fram hefði lögregla lagt trú á hótanir Sævars og aðvaranir systur hans og óskað heimildar til húsleitar byggða á rökstuddum grun um vopnalagabrot.
Nægar heimildir
Í umræðunni um auknar þörf lögreglu á auknum heimildum lögreglu hefur Hraunbæjarmálið komið til tals. Í ljós hefur komið að viðvörðunarmerki voru til staðar enn ekkert brugðist við. Málið kalli eftir auknum heimildum lögreglu og stofnana til að deila upplýsingum sín á milli. Ýmislegt kann að vera til í að samskipti stofnanna megi vera betri en lögreglu er þó þegar heimilt að bregðast við hótunum, grun um vopnalagabrot og ölvunarakstri. Framkemur í samtantekt ríkissaksóknara að lögregla hafði árið 2008 og 2009 haft af honum afskipti. Viðvaranir til lögreglu voru því beinar hótanir, tilkynningar starfsmanna félagsþjónustu, tilkynning frá fjölskyldu og bein afskipti þar sem eggvopn voru fjarlægð. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nefndi Hraunbæjarmálið sem dæmi um þörfina fyrir auknar heimildir lögreglu í Vikulokum Rásar 1, byrjun mánaðarins. „Við getum ekki sagt að aðilarnir megi ekki tala saman því það brjóti réttindi [einstaklinga] en í hinu orðinu að segja heyrðu við hefðum átt að láta aðilana saman til að bregðast við ástandinu,“ sagði hann um málið. Vilhjálmur telur að skort hafi á samskipti stofnana. Raunin er önnur, lögregla brást ekki við fjölda ábendinga, þar á meðal hótana Sævars, sendar af honum sjálfum á lögreglu, gegn nafngreindum einstakling þar sem vopnið sem seinna var notað gegn lögreglu var tilgreint sem ætlað morðvopn.
Without the release of chemicals there is no rise in blood flow into the penis meaning that the erection will be increased generic cialis 100mg gradually. Last longer with viagra in india professionalYou realize that with age a lot of things change. They are available at very fine price and buy cialis on line provide great treatment for the problem. If you wish to get treated and do viagra online secretworldchronicle.com not want to have a discussion about the condition that gives them a reason of avoiding depression that they have erectile problem and recovers without medication.
Skylda að bregðast við
„Nú varðar það allt að fjögurra ára fangelsi að hafa skotvopn í leyfisleysi undir höndum og allt að tveggja ára fangelsi að hóta manni lífláti og því hefði maður haldið að lögregla hefði fulla heimild og raunar skyldu til þess að bregðast við í þessu tilfelli,“ skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, lögfræðingur, um heimildir og skyldur lögreglu, á Kvennablaðið í júní á síðasta ári. „Lögreglan hefði getað sóst eftir heimild til húsleitar á heimili Sævars til þess að gera upptæka haglabyssuna hans.Ákæruvaldið hefði getað höfðað mál á hendur Sævari fyrir líflátshótanir og ólögmætan vopnaburð. Sökum veikinda Sævars hefði þeim málaferlum mögulega lokið með nauðungarvistun á viðeigandi stofnun.Því það er bæði refsivert og hættulegt athæfi að hóta fólki lífláti.“ Skýringin á því hvers vegna lögregla brást ekki við ítrekuðum viðvörunum Sigríðar, systur Sævars, er sú að hún lagði sjálf ekki fram kæru. Þórhildur Sunna bendir á að þetta standist ekki mjög nána skoðun. „Samkvæmt 52. grein laga 88/2008 um meðferð sakamála er rannsókn sakamála almennt í höndum lögreglu og henni ber „hvenær sem þess er þörf að hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki.““
Vilja forvirkar heimildir
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, flutti erindi á fundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, þann 5. febrúar síðastliðinn, um lögreglu og öryggismál í alþjóðlegu samhengi. Spegill RÚV fjallaði um málið í kjölfarið og vitnaði í skýrslu frá árinu 2006, sem unnin var fyrir Björn Bjarnason, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra. Í henni var lagt til að stofnuð yrði þjóðaröryggisdeild innan embættis Ríkislögreglustjóra sem hefði forvirkar rannsóknarheimildir. Það yrði í raun eins konar leyniþjónusta sem hefði heimildir til að hlerana og upplýsingaöflunar í forvarnarskyni. Gert var ráð fyrir að 25 til 30 starfsmönnum. Rökin fyrir því að koma á fót leyniþjónustu hér á landi voru þá og eru reyndar enn að með slíkri stofnun geti Ísland átt í samvinnu við aðrar stofnanir af sama toga í útlöndum.
Blessuð umræðan
Spegillinn spurði Ólöfu hvað hún vildi gera og ræða? „Það sem ég vil vekja athygli á er að þetta á ekki að vera tabú umræða. Það skiptir máli fyrir öryggi borgaranna að við séu viss um að við búum ekki við falskt öryggi .Við skulum alla vega tryggja það að við búum ekki við falskt öryggi. Það er eiginlega sú umræða sem ég vil hefja.“ Það skal tekið fram að ráðherrar eru umtalsvert áhrifameiri en almenningur. Stöðunni fylgir beint vald til að semja og leggja fram frumvörp sem falla að stefnu á áhugasviði ráðherranna. Tilfelli þar sem ráðherrar vilja opinskáa umræðu um hugðarefni sín eru iðulega undanfari frumvarps og aðgerða – oftar en ekki umdeildra. Krafa lgreglu um forvirkar rannsóknarheimildir, aukna vopnavæðingu og rýmri heimildir er ekki ný á nálinni. „Það er mikilvægt að við getum rætt með opnum huga öryggismál landsins og þær heimildir sem lögreglan þarf að hafa til þess að viðhalda öryggi hér í landinu. Innanríkisráðuneytið mun leggja sitt af mörkum til þess að slík umræða fari fram. Ég held að það sé eina leiðin til þess að ná árangri,“ sagði Ólöf við Morgunblaðið í febrúar en blaðið fjallaði ítarlega um áhuga ráðherra á opinskárri umræðu um þjóðaröryggi. Innanríkisráðherra taldi eins og fyrr sama mánuð, þegar hún ræddi við Spegilinn, ekki tímabært að leggja efnislega til umræðunar með því að ræða einstaka fyrirætlanir sínar. Þá hefur hún ekki lagt áherslu á að almenningi verði gert grein fyrir því hvort Lögreglan sé raunar hæf til að vinna innan eigin heimilda.
Píratar vilja aukið eftirlit
Þingflokkur Pírata lagði í vikunni fram tillögu til þingsályktunar um sjálfstætt eftirlit með starfsháttum og starfsemi lögreglu. Með tillögunni er lagt til að unnið verði lagafrumvarp um sérstaka stofnun á vegum Alþingis sem hafi eftirlitsskyldum að gegna og heimildir til að: Hefja athugun að eigin frumkvæði, taka við kærum einstaklinga sem telja lögreglu hafa brotið á réttindum sínum, rannsaka meint brot lögreglumanna í starfi, að rannsaka tilkynningar innan úr lögregluliðum um einelti og kynferðislega áreitni, að rannsaka upplýsingar frá nafnlausum afhjúpendum innan lögreglu eða stjórnsýslu. Píratar hafa gert lögreglumál að sínum málaflokk, sérstaklega samskipti og réttindi almennings gagnvart lögreglu. Í lok febrúar svaraði innanríkisráðherra fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírataflokksins, um hve margar kærur bárust ríkissaksóknara á árunum 2011–2013 þar sem kært var fyrir brot sem fellur undir atferlislýsingu 1. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og hver urðu afdrif málanna í réttarkerfinu? Í svari ráðherra kemur fram talsverður fjöldi kæra og afar hátt hlutfall þeirra eru feldar niður.
Núverandi skipan flókin og óskilvirk
Eftirlit með lögreglu hér á landi er afar flókið og víðfemt, raunar svo víðfemt að margir sem fara með eftirlitið vita það ekki sjálf. Eftirlitsskyldur falla meðal annars undir starfsemi umboðsmanns Alþingis, Ríkisendurskoðunar, ríkissaksóknara, Alþingi og lögregluembættin sjálf. Málefni lögreglunnar eru á könnu innanríkisráðherra sem felur ríkislögreglustjóra að fara með málaflokkinn í umboði ráðherra. Ríkissaksóknari hefur gert athugasemd við að ákveðnir þættir eftirlitsins séu á herðum stofnanarinnar. Ríkislögreglustjóri fer með ákveðið eftirlitshlutverk, sem er meðal helstu hlutverka embættisins, en það er að hafa eftirlit með lögreglustöðvum, tækjum þeirra og búnaði. Umboðsmaður Alþingis getur tekið málefni lögreglunnar til athugunar berist embættinu kvörtun. Meginreglan er þó sú að umboðsmaður tekur aðeins kvartanir til meðferðar hafi önnur stjórnsýsluúrræði verið reynd. Það þýðir í raun að umboðsmaður metur aðeins hvort hefðbundnar leiðir sem borgarar geta farið til að leita réttlátrar málsmeðferðar hafi dugað til að fá sanngjarna úrlausn. Umboðsmaður hefur hins vegar heimild til frumkvæðismála. Raunin er að fjárheymildir Umboðsmanns eru svo litlar að stofnunin hefur ítrekað bent á að hún geti vart gert slíkt. Sé þörf á stjórnsýsluúttekt á starfsemi lögreglunnar fellur það undir verksvið Ríkisendurskoðunar. Stofnunin getur framkvæmt úttektir er varða lög um opinbera stjórnsýslu. Það gerði Ríkisendurskoðun til að mynda árið 2011 þegar hún áminnti lögregluyfirvöld vegna brota á innkaupareglum ríkisins. Tvær þingnefndir fara sérstaklega með eftirlit; forsætisnefnd annars vegar og stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd hins vegar. Þingmenn, og þá sérstaklega forsætisnefnd, geta óskað eftir skýrslu frá Ríkisendurskoðun. Umboðsmaður Alþingis er hins vegar óháður boðvaldi Alþingis. Alþingi getur sett saman rannsóknarnefnd um málefni lögreglunnar samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir sem samþykkt voru árið 2011. Að lokum má svo nefna að þess er vænst að lögreglan, eins og aðrar stofnanir, fari að vissu marki með eftirlit með eigin störfum.