
Síðasta dag janúarmánanaðar árið 2012 var hvítri sendibifreið ekið eftir Reykjanesbraut. Ökumaðurinn, Snævar Valentínus Vagnsson, var staðráðinn í að koma fyrir sprengju við steinhleðslu stjórnarráðsins. Skömmu eftir sex leggur hann bifreiðinni við Þjóðleikhúsið og gengur að stjórnarráðinu með kassa í hönd. Í kassanum er heimagerð sprengja: Kókflaska full af etanóli. Meðfylgjandi eru skilaboð sprengjumannsins: Ísland dragi til baka Evrópusambandsumsóknina, hætti þátttöku í Schengen, kvótakerfinu verði breytt og EES-samningurinn endurskoðaður.
Misheppnuð sprengjutilraun
Undirbúningur og áætlunargerð gerir ekki ráð fyrir öllu. Þegar á reyndi var Valentínus ekki einn við stjórnarráðið þennan morgun. Hópur fólks beið eftir strætisvagni eins og aðra morgna. Valentínus sagði í samtali við DV í apríl árið 2012 að þarna hefði efinn læðst að honum. „Það var fólk í strætóskýlinu og þá ætlaði ég að hætta við.“ Hann snéri við og gekk til baka upp Hverfisgötu. „Ég var með fjarstýringu fyrir sprengjuna, en ég klikkaði svolítið. Þegar ég var á leiðinni aftur uppeftir þá hélt ég á sprengjunni við lærið á mér, en snéri rofanum á kassanum óvart að mér og rak hann í mig.“ Með logandi lærið hjóp Valentínus átt að bílunum. Hann heyrði seinni sprenginguna um þrjátíu sekúndum síðar. „Sem betur fer hætti ég ekki við,“ segir hann. „Það má segja að örlögin hafi tekið í taumana og leyft mér að gera þetta. Ég fór bara heim, þetta var búið,“ segir hann. „Ég gáði svolítið oft í baksýnisspegilinn – ég viðurkenni það – en þessi sprengja hefði ekki gert flugu mein eftir að ég fór.“
Ekki tekið alvarlega
Tilraun Valentínusar var raunar aldrei tekin alvarlega og ef til vill var aldrei nein sérstök hætta. Þegar litið er til baka má sjá að lögreglu var ekki tilkynnt um málið fyrr en löngu eftir að vitni höfðu hringt í neyðarlínuna. Ríkisstjórn landsins fundaði sama morgun í stjórnaráðinu en ekki þótti ástæða til að rýma bygginguna og því hófst fyrirhugaður ríkisstjórnarfundur líkt og ekkert hefði í skorist. Myndbandsupptaka af klaufalega hryðjuverkamanninum – hlaupandi um logandi – flaut um samfélagsmiðla og vakti kátínu. Lögregla lýsti eftir feitlögnum og lágvöxnum manni um fimmtugt sem sést hafði flýja af vettvangi. Lýsing sem vakti hlátur. Valentínus gerði seinna athugasemd við þessa lýsingu og taldi hana ekki réttmæta lýsingu á eigin líkamsburðum. Nokkrum vikum eftir málið var Valentínus til viðtals í DV. Myndskreytingin var ljósmyndir af Valentínusi, annars vegar af honum horfandi á stjórnarráðið og hins vegar honum í hvíta sendibílnum. Eftirmál urðu engin fyrir Valentínus. „Þetta mál er löngu liðin tíð,“ segir Valentínus í samtali við Reykjavík vikublað.
– Urðu einhver eftirmál? „Nei, nei eða jú ég fór til lögreglunnar. Ég gekkst við málinu og það var ekkert gert meira í því. Engar sektir eða neitt. Ég þurfti að liggja eina nótt á hörðum steini.“ Valentínus taldi ekki ástæðu til að rifja upp sprengjutilræðið í sömu andrá og hryðjuverkavá eru rædd. „Ég held nú að ég sé ekkert þar inni.“
– Þú tókst þá ákvörðun að koma sprengju fyrir í opinberu rými, settir hana saman, skrifaðir pólitísk skilaboð og sprengdir hana að lokum. „Ja, sko jú, jú, það er bara þannig og ég var að reyna að vekja athygli á því að mér líkaði ekki þessir stjórnarhættir.“
Vildi ekki mannskaða
Hugtakið er notað til að lýsa einstaklingum sem aldrei framkvæmda verkið sjálft en hafa lagst í skipulagningu voðaverka í pólitískum tilgangi. Þeir sem sýnt hafa skýra ætlun til aðgerðar sem með kúgun eða ótta á að kynda undir pólitískar breytingar eða málsstað eru hryðjuverkamenn. Yfirvöld geta gerst sek um hryðjuverk eins og óbreyttir borgarar. Markmið Valentínusar var að vekja athygli á eigin pólitísku markmiðum með aðgerð sem hönnuð var til að vekja ótta, í þeirri von að ná fram pólitískum breytingum – mannfall er ekki hluti af kríteríunni. Það er svo til happs að Valentínus er ekki mjög hæfur í þessu hlutverki sem hann valdi sér. Valentínus segir í viðtalinu við DV að hann hafi ákveðið að gera þetta svona snemma vegna þess að hann vildi að sem fæstir væru á ferli. Það kemur einnig fram að hann hafði smíðað sprengjuna nokkrum dögum áður. Þótt aðdragandinn væri stuttur er erfitt að færa rök fyrir því að hér hafi verið um stundarbrálæði að ræða. Þá kemur fram að ætlunin var að ganga mun lengra. „[Sprengjan] átti að fara til Jóhönnu [Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, ] en ég fann ekki hvar hún á heima,“ sagði Valentínus við DV. Þess skal getið að Jóhanna býr í blokk á og sér nágranna sem væntanlega töldu málið alvarlegra en umfjöllun og viðbrögð gáfu til kynna.
Vilja forvirkar heimildir
How is online viagra pill cost driver’s education advantageous to a person? Georgia drivers ed programs are advantageous to student in different ways. http://valsonindia.com/levitra-1566.html discount levitra Equally per the fruitful measure, Kamagra Fizz feel released own drug market that granted pertaining to relieving this type of pain are anti-inflammatory medications and analgesics. Normally, an erection online generic viagra expands the elastic tissue of the penis more easily. Nevertheless, men are sildenafil buy in canada lucky to have so many medicines to treat erectile dysfunction.
Viðbrögð lögreglu við sprengjutilræði Valentínusar árið 2012 hljóta að vekja sérstaka athygli nú þegar Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur margsinnis á skömmum tíma talað fyrir því „að opinská og lýðræðisleg umræða fari fram um hvort komið verði á fót þjóðaröryggisdeild til að mæta hryðjuverkaógninni.“ Valentínus játaði verknaðinn, lögregla hafði undir höndum vitni og myndbandsupptöku auk þess sem hann tjáði sig við fjölmiðla. Það er því ekki vegna skorts á forvirkum rannsóknarheimildum sem lögreglan ákvað að taka málið ekki alvarlega. Í hundruðustu grein almennra hegningalaga segir: „Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar.“ Lögin útlista um leið hvað má refsa fyrir allt frá hótunum til manndráps. Ólöf flutti erindi um löggæslu og öryggismál í alþjóð samhengi á fundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál í upphafi mánaðarins. Spegill RÚV fjallaði um málið í kjölfarið og vitnaði í skýrslu frá árinu 2006, sem unnin var fyrir Björn Bjarnason, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra. Í henni var lagt til að stofnuð yrði þjóðaröryggisdeild innan embættis Ríkislögreglustjóra sem hefði forvirkar rannsóknarheimildir. Það yrði í raun eins konar leyniþjónusta sem hefði heimildir til að hlerana og upplýsingaöflunar í forvarnarskyni. Gert var ráð fyrir að 25 til 30 starfsmönnum. Rökin fyrir því að koma á fót leyniþjónustu hér á landi voru þá og eru reyndar enn að með slíkri stofnun geti Ísland átt í samvinnu við aðrar stofnanir af sama toga í útlöndum. Ítrekað hefur komið fram á undanförnum árum að íslensk yfirvöld eiga í samstarfi við erlend leyniþjónustuyfirvöld. Þetta kemur meðal annars fram í gögnum lekið af Wikileaks.
Blessuð umræðan
Spegillinn spurði Ólöfu hvað hún vildi gera og ræða? „Það sem ég vil vekja athygli á er að þetta á ekki að vera tabú umræða. Það skiptir máli fyrir öryggi borgaranna að við séu viss um að við búum ekki við falskt öryggi . Við skulum alla vega tryggja það að við búum ekki við falskt öryggi. Það er eiginlega sú umræða sem ég vil hefja.“ Það skal tekið fram að ráðherrar eru umtalsvert áhrifameiri en almenningur. Stöðunni fylgir beint vald til að semja og leggja fram frumvörp sem falla að stefnu á áhugasviði ráðherranna. Tilfelli þar sem ráðherrar vilja opinskáa umræðu um hugðarefni sín eru iðulega undanfari frumvarps og aðgerða – oftar en ekki umdeildra. Krafa lögreglu um forvirkar rannsóknarheimildir, aukna vopnavæðingu og rýmri heimildir er ekki ný á nálinni. „Það er mikilvægt að við getum rætt með opnum huga öryggismál landsins og þær heimildir sem lögreglan þarf að hafa til þess að viðhalda öryggi hér í landinu. Innanríkisráðuneytið mun leggja sitt af mörkum til þess að slík umræða fari fram. Ég held að það sé eina leiðin til þess að ná árangri,“ sagði Ólöf við Morgunblaðið fyrr í vikunni en blaðið fjallaði ítarlega um áhuga ráðherra á opinskárri umræðu um þjóðaröryggi. Innanríkisráðherra taldi eins og fyrr í mánuðinum, þegar hún ræddi við Spegilinn, ekki tímabært að leggja efnislega til umræðunar með því að ræða einstaka fyrirætlanir sínar. Þá hefur hún ekki lagt áherslu á að almenningi verði gert grein fyrir því hvort Lögreglan sé raunar hæf til að vinna innan eigin heimilda.
Búsáhaldaskýrslan
Á síðasta ári var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gert að afhenda Evu Hauksdóttur aðgerðarsinna svokallaða búsáhaldaskýrslu lögreglu. Skýrslan staðfestir rækilega að lögreglumenn hafa tamið sér skráningu á stjórnmálaskoðunum fólks þrátt fyrir að ekki sé lagaheimild fyrir slíku. Þá kemur fram kerfisbundin andúð lögreglunar á Vinstri grænum og þá sérstaklega Áflheiði Ingadóttur, þingkonu flokksins, en innan lögreglunar virðist langvarandi samsæriskenning um að flokkurinn og þá sérstaklega Steingrímur J. Sigfússon og Álfheiður hafi í raun fjarstýrt búsáhaldabyltingunni. Það kemur fram í skýrslunni að lögreglan fylgdist sérstaklega með þeim mótmælendum sem taldir voru aðhyllast anarkisma, bæði meðan búsáhaldabyltingin stóð yfir og eftir að henni lauk. Eru leiddar að því líkur að Kaffi Hljómalind, kaffihús sem starfrækt var á Laugaveginum í nokkur ár, hafi verið samkomustaður anarkista og þaðan hafi mótmælaaðgerðir verið skipulagðar. Þrátt fyrir skjalfest sé að lögregla skrái stjórnmálaskoðanir mótmælenda neitað lögregla fyrir slíkt á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins fullyrti á fundinum að lögreglan haldi ekki skrá yfir stjórnmálaskoðanir fólks.
Lögreglan og nýir ráðherrar
Krafa lögreglunar um auknar rannsóknarheimildir er kerfisbundin en óvinsæl. Það er því orðin regla frekar en undantekning að þegar nýr ráðherra dómsmála tekur við embætti að um- ræða um málið birtist í fjölmiðlum. Það ætti því ekki að koma lesendum á óvart að um leið og innanríkisráðherra vill sem minnst tjá sig efnislega um málið treystir hún sér þó til að gefa út að rétt sé að skoða hvort veita eigi lögreglunni forvirkar rannsóknarheimildir til að koma í veg fyrir að alþjóðleg glæpa- og hryðjuverkasamtök nái fótfestu hér á landi. Nær allir dómsmálaráðherrar síðasta áratug hafa lagt til eða verið hlyntir því að heimila forvirkar rann- sóknir. Á eftir Birni Bjarnasyni, sem var mikill stuðningsmaður forvirka heimilda, settist Ragna Árnadóttir í stól dómsmálaráðherra. Hún stefndi að því að leggja fram frumvarp um forvirkar rannsóknir en ekkert varð úr því. Ögmundur Jónasson lagði fram frumvarp um að rýmka heimildir til forvirkra rannsókna en þó aðeins að undangengnum dómsúrskurð. Það taldi lögregla ekki nægja. Rýmkaðar heimildir ásamt málefnum flótta- manna eru pólitískt erfið mál fyrir alla innanríkisráðherra. Þau vekja miklar tilfinningar, snerta á grund- vallaratriðum réttaríkisins og auka í eðli sínu getu yfirvalda til eftirlits og valdbeitingar.
Krafa um opinskáa umræðu ætti því að innihalda kröfu um að slík grundvallaratriði séu rædd í þaula. Um leið vaknar spurningin um hvers vegna heimildir til rannsóknar og kæru voru ekki nýttar í tilfelli Valentínusar, sem sannarlega skipulagði og sprengdi sprengju við stjórnarráðið með það í huga að vekja ótta og athygli á stjórnmálakröfum sínum. Dæmið er allavega nærtækara en Íslamska ríkið.
Óttastjórnmál
„Það eru meiri líkur en minni á því að það verði framið svona voðaverk af einhverju tagi hér á landi á næstu 5-10 árum,“ sagði Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, á fundi hjá Varðbergi í apríl árið 2012, en þar var fjallað um hryðjuverk Anders Behring Breiviks í stjórnsýsluhverfi Oslóar og aftöku á 77 ungum jafnaðarmönnum. Á sama fundi sagði hann að í huga almennings væru hryðjuverk á Íslandi fjarlægur möguleiki. Hann varaði við því að menn vanmætu hættuna eins og Norðmenn hefðu gert. Það væri líka staðreynd að þegar viðbúnaður væri aukinn í einu landi skapaðist aukin hætta í öðru landi sem ekki væri með sama viðbúnað. Félagið Varðberg er því sem næst samofið stuðningi við Atlantshafsbandalagið, NATÓ. Formaður þess er og hefur árum saman verið Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Félagið er gjarnan nýtt til pólitískrar prufukeyrslu á auknum heimildum lögreglu. Áhugasvið félagsins er oftar en ekki erlend ógn fremur en innlend. Fingraför félagsins á umræðu um rannsóknarheimildir lögreglu í kjölfar hryðjuverka og tilfallandi ótta í kjölfarið virðast kerfisbundin, fremur en tilviljun.