Snemma árs 2012 varaði Hörður Gíslason, staðgengill framkvæmdastjóra Strætó bs., við þeirri „óvissu og óróleika sem skapast geti við að nýr aðili taki við [ferðaþjónustu fatlaðra]“ á fundi vinnuhóps Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, um útboð á þjónustunar. Upphaf málsins má rekja til hugmyndafunda á vegum samtakanna árið 2011 þar sem farið var yfir möguleika á samstarfi sveitarfélaganna. Á fyrsta fundi vinnuhópsins í mars 2012 lýsti byggðasamlagið Strætó sig óviljugt til að taka þátt í hugsanlegu útboði. Strætó var þannig utan allrar vinnu – að eigin vilja – allt frá mars 2012 til loka nóvember ársins 2013 þegar vinnuhópnum barst ósk frá Strætó um halda utan um útboð og umsýslu ferðaþjónustunnar.
Stjórn ekki með á nótunum
Stjórn Strætó veitir Reyni Jónssyni, þáverandi framkvæmdastjóra Strætó bs., heimild fyrir frekari samningaviðræðum við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, í janúar 2014. Þá hafði byggðasamlagið verið utan málsins í um það bil eitt og hálft ár. Á fimmtánda fundi vinnuhópsins er ósk Strætó tekin fyrir. Rifjað er upp að frá upphafi hafi Strætó ekki viljað taka að sér umsýslu og útboð vegna ferðaþjónustunar. Í fundagerðum kemur fram að fulltrúi Reykjavíkurborgar bendir á að undirbúningur útboðs sé á lokastigi. Unnið hafi verið út frá því að Strætó ætli sér ekki að taka að sér verkið. Á næsta fundi hópsins sem haldinn er í upphafi janúar 2014 er ljóst að samstaða er um að Strætó fari með umsýslu útboðsins en sjái ekki um akstur. Á þessum tíma hefur stjórn byggðasamlagsins ekki veitt umboð, en það er eins og áður segir veitt á stjórnarfundi í lok mánaðarins.
Einkavæðingin öðlast sjálfstætt líf
Við vinnslu fréttarinnar ræddi Reykjavík vikublað við fjölda fólks sem kom að þeirri ákvörðun að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu færu í sameiginlegt útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. Markmiðið var að rekja ákvörðunartökuna en um leið komast að því hvað hefði farið úrskeiðis. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vinnur nú í úttekt á stöðu mála en skipuð var neyðarstjórn sem fer yfir það sem úrskeiðis hefur farið við framkvæmd á Ferðaþjónustu fatlaðra. Viðmælendur voru spurðir hvaðan sú hugmynd kæmi að fara yrði í útboð – það er að víkja ætti frá þeirri stefnu að Strætó bs. sæi sjálft um akstur og umsýslu eins og verið hafði hjá Reykjavíkurborg allt frá því í kringum 1980. Það hefur reynst erfitt að finna afgerandi upphafspunkt þeirrar ákvörðunar – raunar virðist sem svo að einkavæðingar- eða útboðsstefna þegar kemur að akstri, hafi snemma í ferlinu öðlast sjálfstæða tilveru. Það var skilningur embættismanna að þeim væri ætlað að fara þessa leið og hún væri ákvörðun kjörinna fulltrúa.
Í ágúst árið 2011 skilaði vinnuhópur SSH lokaskýrslu um ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Skýrslan er til komin í kjölfar hugmyndasmiðju samtakanna um hugsanlegt samstarf sveitarfélaganna á ýmsum sviðum. Hópurinn er fyrst og fremst skipaður embættismönnum frá sveitarfélögunum. Í niðurstöðu hópsins segir að „góð lausn á samvinnu í ferðaþjónustu fatlaðs fólks og blindra“ þyrfti að uppfylla skilyrði markaðslausnar. Það er í kjölfar þessar skýrslu sem vinnuhópur um útboðið er settur saman. Honum var ætlað að klára útboðið í nóvember sama ár. Hópurinn kom þó ekki saman fyrr en í mars 2012.
Pólitísk stefnumótun
Á sama tíma hefur sú pólitíska stefnumótun verið samþykkt að Strætó skuli í auknum mæli bjóða út akstur fyrirtækisins. Um það bil 40% af akstrinum eru í höndum verktaka. Sú ákvörðun á sér lengri aðdraganda en vinnan við sameiginlegt útboð allra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins á ferðaþjónustu fatlaðra. Sú stefna var raunar mörkuð við stofnun byggðasamlagsins, jafnvel fyrr, og helgast meðal annars af því að önnur bæjarfélög en Reykjavík höfðu boðið út almenningssamgöngur. Sú hugmynd að færa Strætó í að vera í rauna aðeins umsýslufyrirtæki almenningsamgangna en ekki þann sem sinnir sjálfum akstrinum hefur því hægt og rólega skotið rótum.
Reynslan mikilvæg
Í kringum 1980 hóf SVR að sinna ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík. Í fundargerð vinnuhópsins um málið segir að upphaflega hafi einn bíll farið um 3000 ferðir á ári en árið 2012 séu um það bil 50 bílar sem sinna um 400 þúsund ferðum á ári. Hér er aðeins átt við ferðaþjónustuna í Reykjavík ekki annara sveitarfélaga. Á fundi undirbúningshóps sveitarfélaganna í mars 2012 er farið yfir reynslu Strætó af rekstri ferðaþjónustunar. Þar segir: „Eiginleikar bílstjóranna skipta sköpum um þjónustuna það er [að segja] reynsla þeirra og afstaða til verkefnisins. Þeir 13 menn sem annast aksturinn nú á 10 bílum strætó eru af þeim sökum „handvalin elíta“, flestir með langa reynslu.“
Þrátt fyrir þessa lýsingu Harðar, fulltrúa Strætó, virðist það aldrei í ferlinu hafa hvarflað að vinnuhópnum, stjórn Strætó, framkvæmdastjórn né kjörnum fulltrúum að efast mætti um þá ákvörðun að færa aksturinn; það er framkvæmdina sjálfa, út úr fyrirtækinu í hendur verktaka.
Ódýrara
Í skýrslu SSH frá 2011 kemur fram að verð á hverja ferð sem farin er í Reykjavík árið 2011 sé um 2.111 krónur en meðalkostnaður í smærri sveitarfélögum sé 1.639 kr. Það er úr þessum samanburði sem hugmyndir um að spara allt að 116 milljónir koma. Þess skal getið að sparnaðinum var ekki ætlað að skila að sér í lægri fjárframlögm af hálfu sveitarfélaganna, heldur átti að nýta þann mun til að ná fram skilvirknissparnaði sem bæta myndi þjónustuna. Þannig átti fyrir sama fé og þegar er lagt í þjónustuna að stytta pöntunarfyrirvara farþega, lengja opnunartíma þjónustuvers og stytta viðveru hvers og eins í bílum. Aftur er bent á það í upphafi ferlisins að þessi verðsamanburður sé ekki brúklegur enda sé ekki sama þjónustustigs, lengd ferða sé mismunandi sem og annara þátta.
Næsta eina og hálfa árið hefur Strætó ekki aðkomu að málinu. Í nóvember árið 2013 óskar félagið eins og áður segir eftir að sjá um útboðið en þá með breyttum forsendum. Nú skal bjóða allan akstur út – losa sig við hina „handvöldu elítu“ sem sinnir akstrinum en þess í stað fjárfesta frekar í Trapez-hugbúnaði fyrirtæksins. Trapez er það kerfi sem Strætó hefur notað um nokkurt skeið til að ná fram hvað bestri nýtingu á leiðum, starfsfólki og þjónustuveri. Kerfið er afar óvinsælt meðal starfsmanna Strætó á gólfi en nýtur vinsælda meðal stjórnenda fyrirtækisins.
They are the most efficient see for more info generic cialis without prescriptions online pharmacy available in the market for treating erectile dysfunction. Also, remember to always check if other ingredients are no prescription cialis suitable for all adult men with different erection troubles. It helps considerably in learningworksca.org cialis online uk treating chronic fatigue. buy viagra in canada Communication plays an important part in educating the people.
Þurrkuðu þekkinguna úr fyrirtækinu
Við stefnumótun og innleiðingaferli þjónustunnar kom ítrekað fram að bílstjórarnir sjálfir byggju yfir mikilli þekkingu á stöðu þeirra sem nýta þjónustuna. Fyrir breytingar lá styrkur ferðaþjónustunar í þessari þekkingu bílstjóranna en um leið ákveðinn veikleiki. Það er kallað rassvasabókhald þegar ekki er lögð vinna í halda miðlægt utan um stofnanaminni og þekkingu heldur er hún þess í stað í kolli hvers og eins. Varað var við þessu í ferlinu og ítrekað bent á en eitthvað veldur því að ekki var tekið nægilega vel á þeim málum. Eftir innleiðinguna hefur Reykjavík ráðið starfsmann sem hefur það eitt hlutverk að safna saman upplýsingum. Þetta var þó ekki gert í upphafi eins og bent var á að þyrfti.
Í minnisblaði sem Strætó lét gera fyrir sig og fjallað var um í fréttum RÚV í janúar kemur fram að minnst sjö starfsmenn í akstri hafi ekki viljað ráða sig í vinnu til verktaka sem nú áttu að sinna þjónustunni í upphafi árs. Þeim var öllum sagt upp í fyrra. Þá kemur einnig fram að ekki hafi tekist að sinna námskeiðahaldi fyrir nýja bílstjóra. Þar kemur líka fram að breytingarnar hafi haft neikvæð áhrif á þjónustuna.
Óefni löngu ljóst
Mál Ólafar Þorbjargar Pétursdóttur, átján ára þroskaskertrar og mállausrar stúlku, sem gleymdist klukkutímum saman í bíl á vegum Strætó varð til þess að gripið var til neyðarúrræða. Hins vegar var þegar ljóst í nóvember að innleiðingin ætti ekki eftir að fara vel. Fjölda svipaðra mála hafa komið upp undanfarið. Sveitastjórnir hlustuðu ekki á viðvaranir fyrir áramót um að breytingar á ferðaþjónustu fatlaðra væru ekki nógu vel undirbúnar, sagði varaformaður Sjálfsbjargar í samtali við RÚV fyrr í mánuðinum. Nokkur mál hafa komið til umfjöllunar opinberlega, önnur ekki. Við vinnslu fréttarinnar varð blaðamaður meðal annars áskynja um mál þar sem atbeina lögreglunnar þurfti til. Þroskaskertur maður sem lítið getur tjáð sig var skilinn eftir án þess að nokkur tæki á móti honum. Lögregla var að lokum kölluð til enda gat hann hvorki tjáð sig né komið sér heim að sjálfsdáðum. Blessunarlega fór allt vel.
Stjórnleysi og tortryggni
Um langa hríð hefur andi tortryggni, reiði og ósættis verið ríkjandi innan Strætó. Kjörnir fulltrúar, stjórn samlagsins og framkvæmdastjórn hafa mánuðum saman haft alla burði til að gera sér grein fyrir þessu. Fjallað hefur verið um málið innan stjórnsýslunar sem og í fjölmiðlum. Samstarfsörðugleikar innan fyrirtækisins hafa náð slíkum hæðum að launafulltrúi fyrirtækisins hefur fengið nafnlaus bréf og hótanir, eldri starfsmenn telja sig niðurlægða með tilfærslun og framkomu sem virðist aðeins eiga að þjóna því markmiði að niðurlægja þá, þar til þeir gefast upp og hætta sjálfir, í stað þess að vera sagt upp með tilheyrandi réttindum. Nýleg tilfærsla fyrrverandi launafulltrúa, sem starfað hefur hjá fyrirtækinu um langt skeið, í störf við tiltekt er sögð merki um kerfisbundna bresti í framkomu við starfsmenn. Menn séu ekki reknir, heldur niðurlægðir þar til þeir fari.
Hótanir um útboð
Reykjavík vikublað hefur áður fjallað um stöðu mála innan fyrirtækisins. Í gögnum sem blaðið hefur undir höndum sést greinilega hið mikla vantraust sem ríkir innan Strætó. Allt frá kosningum til trúnaðarráðs til tölvuvæðingar fyrirtækisins getur af sér rifrildi og tortryggni. Vandamál við launagreiðslur undanfarna mánuði hefur þrýst tortryggni í nýjar hæðir. Óánægja er gríðarleg, viðloðandi og kerfisbundin. Í september síðast liðnum greindi Reykjavík vikublað frá samskiptum yfirmanna og starfsfólks í kjölfar hótunarbréfs sem sent var til vagnstjóra fyrirtækisins. Þeim var þar gerð grein fyrir því að ef þeir myndu neyta andmælaréttar vegna innleiðingar myndavélakerfis, þá þýddi það uppsögn. Þetta var sent til starfsmanna enda þótt þeir hafi allan rétt til þess að gera athugasemdir.
Starfsmenn taka á sig hagræðingu
Strætó hefur undanfarin ár gengið í gegnum miklar breytingar og skilvirknishagræðingu. Starfsfólk fyrirtækisins, sérstaklega bílstjórar, telja sig bera þann hagnað í sífellt verri kjörum, harkalegri framkomum og lítilsvirðingu. Reykjavík vikublað hefur um nokkurn tíma haft vaktaupplýsingar nokkura bílstjóra undir höndum. Á vaktafyrirkomulaginu má sjá að bílstjórum er gert að hlaupa á milli vagna, hvíldartími er í lágmarki og raunar ill framkvæmanlegur ef gögnin eru skoðuð. Þá virðast reglur um hvíldartíma bílstjóra ekki gilda um starfsfólk Strætó. Í handbókum bílstjóra má sjá vaktafyrirkomulag og ferðaupplýsingar þar sem sama ferð, á sama tíma dags, farandi sömu vegalengd er reiknuð með skemmri vinnutíma fyrir bílstjóra. Mismunurinn er gjarnan það sem nemur lágmarkskröfu um hvíldartíma. Þeir bílstjórar sem blaðið hefur rætt við á undanförnum mánuðum segja framkvæmdina í raun þýða að bílstjórar fái ekki hlé og komist jafnvel ekki á salernið. Þess skal þó getið að nýr framkvæmdastjóri er sagður sýna vilja í verki til að breyta um siði. Raunar var sagt að svona tilvik séu því sem næst horfin.
Reynir látinn fara
Höfundur þessa stjórnunarstíls er sagður hafa verið Reynir Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Strætó. Reynir var látinn fara eftir að stjórn byggðasamlagsins sagði að trúnaður ríkti ekki þar á milli. Þetta var rétt eftir að upp komst að hann hefði keypt sér jeppa fyrir 10 milljónir á kostnað fyrirtækisins. Það hafði hann gert án samráðs við stjórnina. Mánuðina áður hafði Reykjavík vikublað leitað álits stjórnarformanns á stjórnunarstíl Reynis, samskiptum við starfsmenn sem og þann kæk Reynis að hóta útboði þegar starfsfólk gerði kröfu um virðingu. Þá lýsti Bryndís Haraldsdóttir því yfir að Reynir nyti trausts. Það var ekki fyrr en jeppakaupin urðu að blaðamáli sem traustið hvarf.
Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, tók nýlega við starfinu, en það var auglýst skömmu eftir brotthvarf Reynis. Á tölvupóstssamskiptum starfsmanna og framkvæmdastjórnar sem blaðið hefur undir höndum er ljóst að hann á mikið verk fyrir höndum til að sýna að hann hyggist breyta áherslum í stjórnun og samskiptum við starfsfólk. Stjórn byggðasamlagsins hefði átt að vera þetta allt ljóst fyrir löngu.
Rætt var við starfsfólk Strætó, embættismenn sveitarfélaga, fulltrúa stjórnar og yfirmenn hjá Strætó bs. við vinnslu fréttarinnar.