
Tjáningafrelsið er hluti af sjálfsmynd Íslendinga. Rétturinn til skoðana og sannfæringar er tryggður í stjórnarskrá og um leið eru löggjafar- og framkvæmdavaldinu settar skorður þegar kemur að takmörkun þess frelsis. Ísland mælist afar hátt á alþjóðlega mælikvarða þegar kemur að réttindum til tjáningar. Hvort hugmyndir okkar og annarra gefi rétta mynd af ástandinu er umdeilanlegt en ljóst er að Ísland, eins og önnur samfélög, takmarkar tjáningafrelsi meðal annars með lögum og félagslegu taumhaldi.
Takmarkanir á tjáningafrelsinu
„Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða,“ segir í stjórnarskránni en líkt og flest annað er ákvæðið ekki svo klippt og skorið. Annað ákvæði segir: „Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.“ Mat á því hvað er allsherjaregla mótast af löggjöf hvers tíma. Þar af leiðir að yfirvöld hafa í raun talsverðan rétt til takmörkunar tjáningafrelsisins í ljósi lagasetningavaldsins. Mótvægi við það vald er svo hið félagslega taumhald og þá sérstaklega hið pólitíska aðhald sem almenningur og stjórnmálamenn eiga að veita.
Takmarkanir á Íslandi
Finna má nokkur dæmi um takmarkanir á tjáningafrelsi í íslenskum lögum. Í almennum hegningarlögum er að finna ákvæði þar sem refsing er álögð við því að ráðast opinberlega með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt á mann eða hóp manna, m.a. vegna litarháttar eða kynþáttar. Þá krefja lög ýmsar starfsstéttir um þagnarskyldu vegna ýmissa mála. Blaðamenn eru bundnir af lögum til að verja heimildamenn sem óska nafnleysis. Opinberir starfsmenn þurfa að undirgangast ýmsar kvaðir um trúnað og leynd. Læknar geta ekki tjáð sig opinberlega um heilsu sjúklinga sinna og starfsfólk Fjármálaeftirlitsins er bundið trúnaðarskyldu. Þá má benda á bankaleynd og höfundarrétt sem dæmi um talsvert víðtækar lagalegar takmarkanir á tjáningafrelsi. Og þar til fyrir skömmu, launaleynd. Enn eitt dæmið um lagalega takmörkun á tjáningafrelsinu er svo að klám er bannað.
Röksemd fyrir takmörkunum
Mannréttindasáttmáli Evrópu listar ásættanlegar kröfur fyrir takmörkun á tjáningafrelsinu. Rétt er að endurtaka það sem kemur fram hér að ofan að stjórnarskráin nefnir einnig skilyrði takmörkunar. Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur á Íslandi þann 19. maí 1994 en síðar var íslensku stjórnarskránni breytt til þess að samræmast ákvæðum sáttmálans. Að baki tjáningafelsisákvæði sáttmálans er áratuga löng saga, hreyfing og barátta sem sækir raunar aftur til heimspeki Sókratesar og upplýsingarinnar, svo dæmi séu nefnd. Oft er talað um vestræn gildi – sem ef til vill er ekki heppilegasta hugtakið – sökum þess að sótt er í gildiskerfi evrópskra hugsuða; sérstaklega Sókrates. Til samanburðar má benda á að gildiskerfi Konfúsíusar leggur meiri áherslu á friðsemd; að ólíkar skoðanir geti vel lifað í sátt hvor við aðra og án átaka. Varla þarf að taka fram að hér er um afar grunna greiningu á gildiskerfunum tveimur að ræða og mörkin eru töluvert flóknari og óljósari. Mannréttindasáttmálinn sækir hugmyndir sínar um tjáningafrelsið til upplýsingarinnar, sem um leið sótti gildi sín til að mynda til Sókratesar. Mannréttindasáttmálinn var og er enn tilraun til að festa í sessi og tryggja grundvallar rétt til tjáningar. Um leið er gerð tilraun til að koma til móts við mismunandi menningu og gildiskerfi sem móta geta hugmyndir hvers og eins til lagalegrar uppbyggingar samfélaga.
Réttindi og skyldur
Í sáttmálanum segir um takmarkanir: „Þar sem af réttindum þessum leiðir skyldur og ábyrgð er heimilt að þau séu háð þeim formsreglum, skilyrðum, takmörkunum eða viðurlögum sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, landvarna eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna, mannorði eða réttindum og til þess að koma í veg fyrir uppljóstran trúnaðarmála eða til þess að tryggja vald og óhlutdrægni dómstóla.“ Sáttmálinn reynir þannig að koma til móts við hagsmuni og réttindi sem geta í einhverjum tilvikum staðið á oddi hvort við annað. Tjáningafrelsið útilokar ekki hið félagslega taumhald til takmörkunar á tjáningafrelsinu en reiðir sig á sama tíma á sama taumhald því til verndunar. Um leið leitast sáttmálinn til að lögfesta ákveðna vernd.
Hugsunarglæpir og heilaþvottur
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, mannréttindalögmaður, skrifaði grein, í Kvennablaðið, um tjáningafrelsið í kjölfar árásanna á Charlie Hebdo. Þórhildur bendir á að tjáningafrelsið sé: Frelsi til þess að hafa skoðanir, frelsi til þess að meðtaka upplýsingar og skoðanir, frelsi til þess að dreifa upplýsingum og skoðunum. „Frelsi til þess að hafa skoðanir er frumskilyrði þess að njóta megi frelsis til þess að meðtaka og dreifa upplýsingum og skoðunum,“ skrifar Þórhildur og bendir á að ekki megi takmarka þetta frelsi. Þar er átt við að án nokkura takmarkana búa allir við réttin til eigin hugsana. „Frelsið til þess að hafa skoðanir er sérstakt að því leyti að takmarkanir annarrar málsgreinar eiga ekki við um það. Þannig má ríkisvaldið ekki mismuna borgurum á grundvelli skoðana þeirra né heldur neyða þá til þess að tjá skoðun sína. Frelsi til þess að hafa skoðanir felur einnig í sér vernd gegn neikvæðum áhrifum þess að fólki séu gerðar upp skoðanir með því að álykta út frá fyrri ummælum þeirra eða tjáningu.“ Þannig er mjög skýrt að ekki má refsa fólki fyrir hugsanir þeirra, né meintar hugsanir. Þórhildur bendir um leið á að öllum sé tryggt frelsi frá heilaþvotti. „Frelsi til þess að hafa skoðanir þýðir líka frelsi frá heilaþvotti stjórnvalda. Það er að segja að ríkisstjórnir eiga að forðast að heilaþvo þegna sína, til dæmis með einhliða og einsleitri upplýsingagjöf til almennings.“
Fjölmiðlafrelsi
This is the term that can be identified with push, physical issues, wellbeing issue and therapeutic responses and couple of different issues. tadalafil 40mg bargain prices There’re several other tadalafil overnight delivery health gains of maca capsules or supplements that you can discover throughout this article. This way the jelly treatment ensures safe way of getting rid of every health. levitra 40 mg The so if the erection happens it remains unchanged for a uk generic viagra check now longer time. „Þá fellur sköpun og skoðun undir tjáningarfrelsið, en einnig önnur form tjáningar og framsetningar upplýsinga eða skoðana eins og ljósmyndir, myndir, ákveðið háttarlag og jafnvel klæðaburður,“ segir Þórhildur í samtali við blaðið. Hún bendir á að fjölmiðlafrelsi sé vissulega hluti af tjáningafrelsinu. Þótt tíunda grein Mannréttindasáttmálans minnist aldrei á fjölmiðlafrelsi þá hefur dómstóllinn gert frelsi fjölmiðla sérstaklega hátt undir höfði. „Vegna þess hvað þeir gegna sérstaklega mikilvægu hlutverki í að tryggja tjáningarfrelsið.“

Frelsið til sjálfsritskoðunar
Á Íslandi eru eins og áður segir nokkrar takmarkanir á tjáningafrelsinu. Meðfram má svo finna félagsmótaðar takmarkanir – umfram lagalegar en lög eru félagslegt fyrirbæri en ekki náttúruafl – og félagslegt taumhald á hvað hægt er að tjá, áður en slíkt hefur verulegar afleiðingar gagnvart þeim sem slíkt gerir. Þá má finna fjárhagslegar ástæður fyrir því að fólk undirgengst takmarkanir á eigin tjáningu. Markaðsmiðlar reiða sig á að stuða ekki lesendur og auglýsendur. Um leið er varan sem þeir eru að selja – allavega að nafninu til – sjálfstæði. Flestir miðlar og blaðamenn eru afar meðvitaðir um hversu langt þeir geta gengið. Ríkismiðlar leggja sig í líma við að viðhalda trausti almennings og stunda um leið talsverða sjálfsritskoðun líkt og markaðsmiðlar, þótt niðurstaðan geti orðið efnislega önnur. Auglýsingamiðlar – líkt og Reykjavík vikublað – reiða sig á lesendur með öðrum hætti en áskriftamiðlar myndu gera. Sjálfsritskoðun er félagsleg og því erfiðari að sjá og greina en lagalegar takmarkanir á tjáningu.
Kjörbúðalýðræðið
Ísland er um leið markaðshyggjusamfélag þar sem gildi og verðmæti er gjarnan mæld í fjárhagslegum ávinning aðgerða. Þar af leiðir að almenningur á rétt á að styðja eða hundsa tjáningu sem því líkar ekki. Sá réttur getur þó gengið á rétt annara. Vissulega heimilar gildiskerfi markaðshyggju að peningamenn kaupi upp fjölmiðil og stundi þar pólitískar hreinsanir en hið félagslega taumhald er það sem rekur fólk til að segja upp áskrift, hætta að lesa eða hvetja auglýsendur til að styðja ekki við bakið á slíkum miðli. Tjáningafrelsið felur þannig ekki í sér frelsi frá gagnrýni eða kvöð um stuðning við þína tjáningu. Borgaraleg gildi kalla þó eftir því að sparlega sé farið með vald – hvaða búning sem það klæðir sig. Tjáningafrelsið tryggir um leið engum frelsi frá gagnrýni og í lagalegum og félagslegum skilningi má ganga talsvert harðar fram gagnvart forsætisráðherrum, viðskiptamönnum, blaðamönnum og þingmönnum en hinum almenna borgara. Opinberar persónur eiga ekki tilkall til sömu verndar og aðrir. Hugmyndir okkar um lýðræði eru svo ástæða þess að harkaleg gagnrýni yfirvalds á fjölmiðla vekur upp sérstaklega harkaleg viðbrögð. Sama má svo segja við sérstaklega tillitslausri framkomu fjölmiðla gagnvart einstaklingum sem eru að ganga í gegnum sérstaklega erfiða tíma. Slíkt vekur sterkar tilfinningar hjá mörgum og harkaleg viðbrögð.
Rammi Sigmundar
Af þessum sökum er merkilegt að sjá viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, við gagnrýni á störf hans, flokksfélaga og ummæli þeirra. Endurtekið ruglar forsætisráðherra saman rétti sínum til tjáningar – sem reyndar er takmörkuð í lagalegum og félagslegum skilningi sökum þess mikla valds og ábyrgðar sem honum er falið – við rétt, sem ekki er til, um að aðrir séu honum sammála og gagnrýni hann ekki. Nýlega vitnaði Sigmundur óbeint til hins svonefnda Overton-ramma og sagði ramma þess sem má ræða stöðugt minnka. „Menn þora ekki að ræða hvað sem er, það sé orðin alltof mikil takmörk á því hvað megi yfir höfuð tala um á Vesturlöndum,“ sagði hann í samtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Þá sagði hann þetta eiga við á Íslandi en vert að benda á að spurningin var sett fram í samhengi við hugmyndir Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að rannsaka sérstaklega þá sem aðhyllast Islam á Íslandi. „Það er margt í okkar samfélagi sem minnir á þessa gagnrýni og þessa mikla umræðu sem nú er uppi um stöðu frjálslyndis á Vesturlöndum. Það er að segja, það er eins og það sé alltaf að þrengjast ramminn um hvað megi ræða og rökræða sé meira að segja bönnuð um ákveðna hluti. Ég er svolítið hræddur um að þessir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem voru að spyrja út í þessa hluti í gær, ég er svolítið hræddur að þeir sjái fyrir sér að ramminn þrengist frekar heldur en opnist,“ sagði Sigmundur. Skilaboðin eru skýr: Gagnrýni er takmörkun á tjáningafrelsinu og hættuleg sem slík.
Framsókn og tjáningafrelsið
Sigmundur Davíð hefur ekki talað jafn sterkt gegn hegðun Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu flokksins og formanns fjárlaganefndar, sem þrengdi allverulega ramma tjáningar þegar hún veifaði niðurskurðarhnífnum yfir RÚV á sama tíma og hún sagðist ósátt við fréttaflutning stofnunarinnar. Slíkt þrengir í verki ramma þess sem má ræða. Stöðugar árásir stjórnarliða á fjölmiðla og kall eftir sértækum aðgerðum til að þagga í gagnrýni hefur hingað til ekki fengið ráðherra til að vitna til hugmynda um Overton-rammans. Hann hefur hins vegar gripið til slíkra samlíkinga þegar eigin störf eru gagnrýnd.
Siðferði, félagslegt taumhald og takmarkanir
Samstaða er alla jafna talin dyggð í íslensku samfélagi þótt vissulega telji sumir þá dyggð njóta minna fylgis en áður. Fjölda dæmi eru um að hið félagslega taumhald takmarki tjáningu hér á landi. Á því eru ýmsar skoðanir en nefna má að þegar snjóflóðin á Flateyri og Súðavík féllu var lögð sérstök áhersla á að birta ekki myndir af hinum látnu. Vefpressan birti í lok ársins 2011 mynd af stúlku sem sakaði Egil Einarsson ‘Gillz’ um nauðgun. Myndin var tekin niður eftir holskeflu af gagnrýni og reiði. María Lilja Þrastardóttir blaðakona sagði nýlega frá því að á Fréttablaðinu hafi hún ekki fengið að birta umfjöllun um ruslpóst vegna þess að það þótti óheppilegt í ljósi þess að Fréttablaðið er – eins og Reykjavík vikublað – borið óumbeðið inn á heimili fólks. Hér eru dæmi um sjálfsritskoðun eða takmarkanir vegna taumhalds eða hagsmuna. Efnislega er niðurstaðan sú sama og ef um væri að ræða lagalegar takmarkanir en þó er mikill munur á þessu tvennu. Dæmi um lagalegar kvaðir á tjáningu á Íslandi eru afar harkaleg meiðyrðalöggjöf sem ítrekað er gagnrýnd af Mannréttindadómstólnum. Furðulegasta dæmið um slíkt er líklega dómurinn gegn Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi, árið 1934, en hann var dæmdur fyrir að smána Hitler. Þá er hægt að krefjast lögbanns á umfjöllun um ákveðin mál. það var til að mynda gert árið 2009 þegar RÚV gat ekki fjallað um risavaxnar lánafyrirgreiðslur Kaupþings til fyrirtækja eigendahóps bankans. Þess í stað fjallaði RÚV um lögbannið og benti til Wikileaks þar sem lesa mátti lánabók bankans.