Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Vefpressunnar ehf, verður útgefandi DV og stjórnarformaður DV ehf. í kjölfar kaupa Vefpressunar á útgáfufélagi DV. Þetta kemur fram í tilkynningu Björns Inga sem birt var síðastliðinn föstudag. „Þegar samþykki Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir verður nánari grein gerð fyrir margvíslegum áformum til að treysta rekstur blaðsins og sækja fram með nýstárlegum hætti til framtíðar. Jafnframt verður gerð grein fyrir eignarhaldi eftir þessar breytingar í samræmi við lög um Fjölmiðlanefnd.”
Í góðu samstarfi við eigendur
Í sömu tilkynningu kemur fram að kaupin séu í góðu samstarfi við núverandi eigendur DV. „Kaupin eru gerð í góðu samstarfi við eigendur DV undanfarin ár og verður Þorsteinn Guðnason, núverandi stjórnarformaður, áfram í stjórn félagsins og Steinn Kári Ragnarsson framkvæmdastjóri. Hallgrímur Thorsteinsson verður áfram ritstjóri blaðsins.” Hjá Samkeppniseftirlitinu fengust þær upplýsingar að stofnunni hefði borist erindi um málið en ekkert meir.
Markaðssókn
Skömmu áður en tilkynnt var um samruna DV og Eyjunar létu núverandi eigendur almannatengslafyrirtækið Franca ehf. vinna greiningu á DV. Skýrslan vakti mikla athygli og þótti hrákasmíð mikil. Hjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsins, sagði skýrsluna innihalda æpandi mótsagnir. Annar höfundur greiningarinnar er Eggert Skúlason, almannatengill, sem átt hefur í átökum við DV vegna skrifa blaðsins um Eið Smára Guðjónsen, knattspyrnumann. Í umfjöllun blaðsins árið 2009 var Eiður Smári sagður skulda 1,2 milljarða króna og hafi tapað miklu á fjárfestingum sínum í Hong Kong, Tyrklandi og Reykjanesbæ. Hann tapaði meiðyrðamáli gegn fréttastjóra DV vegna skrifanna árið 2011.
„Við tókum þá í …”
Jóhann Páll Jóhansson, blaðamaður DV, gerði skýrslu Eggerts að umfjöllunarefni á Facebook skömmu eftir að hún var birt. „Ólíkt öðrum starfsmönnum DV varð ég ekki þess heiðurs aðnjótandi að fá að ræða við Eggert Skúlason almannatengil, né fékk ég að svara netkönnun hans. Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir.” Björn Ingi og Eggert þekkjast úr stjórnmálastarfi hins fyrrnefnda. Árið 2006 var Björn Ingi frambjóðandi Framsóknarflokksins í Reykjavík. Grapevine sagði frá því á sínum tíma að Eggert hefði fagnað sigri Björns Inga í prófkjöri flokksins með ræðu sem hófst á: „Við tókum þá í rassgatið.”
Komið víða við
Hinn nýi eigandi DV á skrautlegan feril að baki. Hann hefur starfað í fjölmiðlum árum saman en eins og áður segir þá tók hann um tíma virkan þátt í stjórnmálum. Árið 2003 var hann ráðinn aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra sem þá var formaður Framsóknarflokksins. „Hann nam sagnfræði og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hefur að undanförnu gegnt störfum skrifstofustjóra Þingflokks framsóknarmanna og verið kynningarfulltrúi Framsóknarflokksins,” segir í tilkynningu ráðuneytisins um ráðninguna.
Many studies have shown the magic of bananas over male sexuality. generic levitra usa http://downtownsault.org/wp-content/uploads/2020/01/2020-Downtown-SSM-Sponsor-Guide.pdf Wisconsin ginseng is a viagra generico 5mg popular tonic and stimulant. Intercourse is among the most gratifying encounters a person online pharmacy levitra can take pleasure in. These drugs wholesale cialis canada http://downtownsault.org/downtown/shopping/boondocks-portrait-studio-hat-shop/ are directly delivered at the customer’s address in a completely neutral envelopes.
Flottur jakki
Kosningabarátta Björns Inga til borgarstjórnar árið 2006 vakti nokkra athygli sökum fjárútláta. „Fulltrúaráð Framsóknarflokksins í Reykjavík keypti föt fyrir 1.290 þúsund fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006. Flokkurinn fékk 25% afslátt og greiddi því 967.730 þúsund fyrir fatnaðinn,” sagði í fréttum RÚV árið 2008 eftir að komið höfðu fram ásakanir í garð Björns Inga. Þá kom einnig fram að flestir reikninganna hefðu verið merktir upphafsstöfum Björns Inga. „Um er að ræða fimm jakkaföt, 26 skyrtur, 21 bindi, tíu peysur, fjögur skópör, fjögur belti, fernar gallabuxur, níu stuttermaboli, nítján sokkapör, tvo ermahnappa, frakka, leðurjakka, útijakka, langermabol, buxur og stakan jakka.” Björn Ingi sagði af sér árið 2008 að undangengnum gríðarlegum þrýstingi. „Almenningur hefur orðið vitni að óvenjulega rætnum og persónulegum árásum gegn mér síðustu daga. Hreint og beint hatur í minn garð frá fyrrverandi þingmanni flokksins og gömlum samherja hefur vakið þjóðarathygli og halda skeytasendingar hans áfram, enda þótt allar helstu stofnanir og forysta Framsóknarflokksins lýsi yfir eindregnum stuðningi við mig og mín störf,” sagði hann í tilkynningu vegna afsagnarinnar. „Þegar við svo bætist, að illa fengin gögn og fylgiskjöl úr bókhaldi kosningabaráttu flokksins eru farin að rata til fjölmiðla, má öllum vera ljóst að hatrið og viljinn til að koma höggi á mig og Framsóknarflokkinn eru orðin allri skynsemi yfirsterkari.”
REI-málið
Afsögn Björns Inga tengdist þætti í REI-málinu svonefnda. Í málinu var deilt um Orkuveitu Reykjavíkur, dótturfélag þess REI og félagið Geysir Green Energy sem fjárfestingarfélagið FL Group og Glitnir banki hf. áttu meirihluta í. Til stóð að sameina REI og Geysir Green Energy, með það að markmiði að sameina krafta þeirra í útrás erlendis. Þetta var vel að merkja fyrir hrun. Þann 1. október 2007 var haldinn stjórnarfundur í REI, þar sem ákveðnir voru kaupréttarsamningar og grunnur lagður að sameiningu við GGE. Áttu starfsmenn OR að fá að kaupa hlutabréf í REI, áður en félagið yrði selt. Hópur manna sem þóttu sérlega mikilvægir fyrir fyrirtækin áttu að fá að kaupa hluti í fyrirtækinu sem voru milljóna króna virði á lágu gengi. Reiknað var með að eftir sölu og sameiningu mundu bréf hins nýja félags snarhækka í verði. Björn Ingi var á þeim tíma varaformaður stjórnar OR.
Hundruð milljóna lán
Aftur mátti Björn Ingi stíga til hliðar en nú eftir birtingu Rannsóknarskýrslu Alþingis um orsakir og afleiðingar bankahrunsins. Nú sem ritstjóri Pressunar en í skýrslunni er Björn Ingi nefndur sem einn þeirra fjölmiðlamanna sem nutu sérkjara hjá bankastofnunum. Caramba, félag Björns, fékk lánað hjá Kaupþingi vegna kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi, Exista, Bakkavör og Spron. Félagið gerði jafnframt samning um kaup á hlutabréfum Exista fyrir 230 milljónir króna í september 2008. Í lok september 2008 námu skuldir félagsins 563 milljónum króna. Björn Ingi var ritstjóri Markaðarins, vikurits Fréttablaðsins um viðskipti, þegar félag hans samdi um kaup á hlutabréfum Exista. Í bókinni Hamskiptin – Þegar allt varð falt á Íslandi, má finna kafla um hvernig Björn Ingi tók virkan þátt í viðskiptalífinu á sama tíma og hann stýrði viðskiptaumfjöllun 365 miðla. Ingi Freyr Vilhjálmsson, höfundur bókarinnar er fréttamaður á DV. „Ég hef aldrei fengið krónu afskrifaða í íslensku bankakerfi og stend ekki vel fjárhagslega í dag, frekar en svo fjölmargir aðrir landsmenn,” sagði Björn Ingi þegar hann steig til hliðar. Skömmu áður hafði Caramba fyrirtæki hans farið í þrot. Þrot upp á 700 milljónir. Björn Ingi reis upp sem ritstjóri Pressunnar mánuði síðar.
Fjármögnun og eignarhald í leynd
Nýir eigendur hafa ekki greint frá því hverjir standa að baki kaupunum á DV. Í samtali við Kjarnann sagði hann þó að upplýst yrði um eignarhald á blaðinu um leið og samkeppniseftirlitið leggði blessun sína á viðskiptin. „Kaupverðið er trúnaðarmál. Og sömuleiðis hvernig þau eru fjármögnuð, en þetta er samvinnuverkefni með þeim sem áttu blaðið,” sagði Björn Ingi við Kjarnann. Það hvernig Björn Ingi fjármagnar fjölmiðlakaup sín hefur áður vakið upp spurningar. Rekstur Vefpressunar hefur í gegnum tíðina verið erfiður en á árseikningum félagsins má sjá að á árunum 2009 til 2013 tapaði félagið um 70 milljónum króna. Árið 2010 var hlutafé Vefpressunar ehf. aukið um 71 milljón.