„Skrifstofu ÖSE er kunnugt um málið og fylgist með því,” segir Gunnar Vrang starfsmaður Dunju Mijatović, erindreka Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu um frelsi fjölmiðla, um stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, gegn blaðamönnum DV vegna umfjöllunar blaðsins um lekamálið. Með stefnunni fer pólitískur aðstoðarmaður ráðherra fram á fangelsisdóm vegna skrifa blaðamannanna af sakamáli sem tengist skrifstofu ráðherra. „Við tjáum okkur ekki um málið að svo stöddu enda enn yfirstandandi,” segir í svari til Reykjavíkur vikublaðs.
Blaðamenn í fangelsi
Aðstoðarmaður ráðherra fer fram á fangelsun þeirra Jóhanns Páls Jóhannssonar og Jóns Bjarka Magnússonar vegna fréttar DV sem birtist 20. júní á þessu ári. Þetta kemur fram í stefnu Þóreyjar en þar er ítrustu refsingar krafist vegna skrifanna. Í fréttinni 20. júní var því haldið fram að Þórey væri „starfsmaður b”. Í ljós kom að sú staðhæfing var ekki rétt enda Gísli Freyr Valdórsson, annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra, umræddur starfsmaður. DV sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem Þórey er beðin afsökunar og fréttin leiðrétt. Í stefnu Þóreyjar á hendur blaðamönnum kemur fram að lögreglan hafi tilkynnt Þóreyju að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar í málinu. Þetta var í ágúst, eftir að fréttir um að Þórey hefði réttarstöðu grunaðs manns voru birtar.
Afsökun í skötulíki
„Stefnan bara talar sínu máli og við látum bara þar við sitja,” segir Hulda
Árnadóttir, lögmaður Þóreyjar, við Reykjavík vikublað vegna málsins. Aðspurð hvers vegna ástæða væri til að krefjast þess að ummæli sem þegar hefðu verið dregin til baka, leiðrétt og beðist afsökunar á í DV og með opinberri tilkynningu á fjölmiðla, yrðu dæmd dauð og ómerk sagði hún fjölmörg dæmi um slíkt. „Það eru auðvitað mýmörg dæmi um það og dómaframkvæmd, jafnvel þótt búið sé að draga ummæli til baka og biðjast afsökunar í einhverju skötulíki að þá eru þau dæmd dauð og ómerk í framhaldi.”
– Í skötulíki á ég að túlka það sem svo þú teljir afsökunarbeiðni DV í skötulíki?
„Já, látum þetta bara algjörlega liggja milli hluta,” sagði Hulda hlægjandi. Hún krafðist þess að Reykjavík vikublað hefði ekkert eftir sér vegna málsins. Við þeirri kröfu er orðið um þau ummæli sem féllu eftir þá beiðni en að sjálfsögðu ekki um þann hluta samtalsins þar sem blaðamaður hafði ekki gengist við slíkum skilmálum. Í tilkynningu DV sem send var á alla fjölmiðla sama dag og hin ranga frétt birtist segir: „DV biður Þóreyju afsökunar á því að hafa tengt hana við meint atferli „Starfsmanns B” í úttekt á lekamálinu í helgarblaði DV. Mistökin eru á ábyrgð DV og koma til vegna rangra tenginga milli heimilda sem ritstjórn hafði aflað sér og á grundvelli þess að einungis er vísað til eins starfsmanns með réttarstöðu grunaðs manns í dómsskjölum. Um er að ræða mistök sem ritstjórn DV harmar, enda stendur aldrei til að tengja aðila máls ómaklega við það sem aðrir málsaðilar eru grunaðir um.”
Sérstakur félagsskapur
Verði pólitískum aðstoðarmanni innanríkisráðherra að ósk sinni um fangelsun blaðamanna er ljóst að slíkt hefði veruleg áhrif á stöðu prentfrelsis á Íslandi. Með slíkum dómi kæmist Ísland á lista með löndum eins og Sádí-Arabíu, Aserbaídsjan, Myanmar, Norður Kóreu, Kúpu, Egyptalandi, Sómalíu, Rússlandi og Tyrklandi sem og Bandaríkjunum svo nokkur dæmi séu nefnd. Sé stefna Þóreyjar skoðuð í ljósi þess að um er að ræða pólitískan aðstoðarmann innanríkisráðherra – ráðherra mannréttindamála – sem krefst fangelsisvistar, er ljóst að refsikrafan er nokkuð sérstök og ekki án tenginga við valdastoð sem fjölmiðlum er beinlínis ætlað að veita aðhald. 179 blaðamenn sitja í fangelsi vegna skrifa sinna í um 34 löndum um þessar mundir samkvæmt samtökum Blaðamanna án landamæra. Verst er ástandið í Kína þar sem 30 blaðamenn eru í fangelsi en næst á eftir kemur Erítrea.
Vilja afnám fangelsisvistar
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hefur um árabil barist fyrir afnámi fangelsisrefsingar vegna tjáningar. Dunja Mijatović erindreki stofnunarinnar varðandi frelsi fjölmiðla hefur gert þá baráttu að sinni síðan hún tók við embættinu árið 2010. Á síðasta ári gagnrýndi hún frumvarp innanríkisráðherra vegna hatursorðræðu gegn transfólki. Mijatović hvatti þingmenn til að hafna frumvarpinu enda gengi það gegn tjáningafrelsi með því að leiða í lög fangelsun vegna tjáningar. Píratar hafa frá því að þeir komu á þing gert afnám fangelsunar vegna tjáningar að baráttumáli sínu. Innanríkisráðherra er samkvæmt frumvarpi sínu samþykk hertum viðurlögum vegna tjáningar.
At one http://deeprootsmag.org/2015/08/24/bob-marovichs-gospel-picks-22/ buy viagra time or a different we have all worked together in various community and customer related activities,” Gilbert added, “We are especially happy to be a part of this therapy is muscle conditioning and strengthening. Impotence is just another abnormal prices levitra health condition that can be treated by taking American ginseng root. Pills such as Vimax UK have been produced prices levitra to fulfill each and every requirement of the ED patients. Quit Smoking – The most important thing to do; if you are a sildenafil tablets 50mg smoker, quit smoking.
Sjálfstæðisflokkur gegn tjáningu
Í gegnum tíðina hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt ýmis merki um að vilja hefta frelsi fjölmiðla og refsa fyrir tjáningu. Nefna má að árið 2006 lagði Sigurður Kári Kristjánsson, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins, öðru sinni fram frumvarp um hækkun miskabóta vegna ærumeiðinga. Frumvarp Sigurðar Kára gerði ráð fyrir að fangelsisvist vegna tjáningar yrði staðfest í íslenskum rétti.
Fjöldi þingmanna Sjálfstæðisflokks var meðal flutningsmanna þar á meðal núverandi formaður flokksins, Bjarni Benediktsson. Frumvarp þingmannsins var harðlega gagnrýnt af Eiríki Jónssyni, lagaprófessor við Háskóla Íslands sem var varaþingmaður Samfylkingarinnar á þeim tíma. Eiríkur sagði frumvarpið ekki standast nútímaviðhorf til tjáningafrelsis. Einnig má nefna að nýlega gerðu Ungir Sjálfstæðismenn kröfu um að könnuð yrði staða þeirra starfsmanna HÍ sem vöruðu við því að samþykkja ekki Icesave.
Þá hefur verið gagnrýnt að þegar flokkurinn komst í ríkisstjórn að nýju voru gerðar breytingar á stjórn Ríkisútvarpsins, þar sem hin pólitísku tök voru hert að nýju, en áður hafði verið lagt til að aðrir ein stjórnmálaflokkar einir myndu tilnefna fólk í stjórn stofnunarinnar.
Einnig má nefna fjölmiðlamálið svonefnda, en það hefur af sumum verið túlkað sem atlaga að tjáningarfrelsi. Árið 2004 lagði Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fram frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum. Í umfjöllun ársins 2004 var ítrekað bent á að lögin beindust raunar aðeins að ákveðnu fyrirtæki, það er 365 miðla sem þá hétu Norðuljós. Alþingi samþykkti lögin, en svo fór að Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði að skrifa undir þau. Sé stefna Þóreyjar vegna umfjöllunar DV af lekamálinu skoðuð í þessu ljósi, virðist hún ekki vera í sérstakri andstöðu við viðhorf, stefnu og aðgerðir flokksins í þessum efnum undanfarin ár.
Neitaði þáttöku í leka
Í stefnu Þóreyjar kemur fram að Þórey hafi í tölvupósti til Jóns Bjarka Magnússonar, annars blaðamanna DV, neitað að hafa lekið skjalinu. Það bréf var sent af hálfu Þóreyjar í nóvember árið 2013. Það er í upphafi lekamálsins en eins og ítekað hefur komið fram þá hófst málið 18. – 20. nóvember árið 2013. Í stefnu Þóreyjar segir: „Stefndu bera því við að reynt hafi verið að ná tali af stefnanda áður en fréttin var birt, en að það hafi ekki tekist. Staðreyndin er sú að stefnandi hafði áður átt í samskiptum við stefndu vegna lekamálsins og var reynslan sú að ekki var tekið mark á afstöðu hennar, heldur snúið út úr því sem hún sagði.”
Um tölvupóstinn segir: „Þann 25. nóvember 2013 sendi stefndi Jón Bjarki tölupóst til stefnanda þar sem fram kom að hann hefði upplýsingar um að hún hefði sent minnisblaðið til fjölmiðla. Stefnandi svaraði þessum tölvupósti og tók fram að þetta væri alrangt. Þá áréttaði stefnandi að hún hefði aldrei afhent eða miðlað með neinum hætti persónuupplýsingum eða öðrum trúnaðargögnum sem tilheyrðu ráðuneytinu, auk þess sem hún minnti á yfirlýsingu ráðuneytisins um þetta málefni frá 22. nóvember 2013.”
Tilkynningin sem þar er vitnað til er sú fyrsta sem ráðuneytið sendi frá sér og var því þar alfarið neitaði að gögn hefðu lekið úr ráðuneytinu. Sú tilkynning var fljótt afsönnuð enda hafið yfir eðlilegan vafa að trúnaðargögnum var lekið úr ráðuneytinu. Þá vekur athygli að Þórey vitni svo langt aftur í tímann enda gefur það til kynna að DV hafi strax á upphafsdögum lekamálsins haft upplýsingar – sem seinna reyndust rangar – sem sýndu fram á þátt Þóreyjar í málinu. Þrátt fyrir það var ekkert birt í þessa veru fyrr en í júní 2014. Það er rúmlega hálfu ári síðar, þegar blaðið taldi dómsskjöl og heimildamenn staðfesta þau. Til samanburðar má nefna að ásökun á hendur Tony Omos um mansal og persónuupplýsingar um stöðu Evelyn Glory Joseph, sem fjallað er um í minnisblaðinu sem lekið var, voru grunnurinn að forsíðufrétt Fréttablaðsins og uppsláttar á útbreiddasta fréttavef landsins Mbl. is, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þeim upplýsingum var lekið úr ráðuneytinu. Hvorki Tony Omos né Evelyn kannast við að haft hafi verið samband við þau vegna þeirra skrifa.
Vond heimild
Af fréttum DV að dæma má greina að fréttamenn blaðsins höfðu nokkrar ástæður til að efast um sannsögli ráðherra og hennar aðstoðarmanna. Þórey vitnar ekki aðeins til ósannar yfirlýsingar stefnu sinni til varnar heldur hafði Þórey sjálf veitt DV rangar upplýsingar. Í febrúar á þessu ári birtist frétt undir heitnu „Neita að horfast í augu við staðreyndir” en í fréttinni eru rekin nokkur dæmi þess að ráðherra og pólitískir starfsmenn hennar hafi farið frjálslega með staðreyndir. Í fréttinni eru rakin fimm tilvik þar sem villt var um fyrir almenningi eða blaðinu sjálfu af hálfu ráðherra og aðstoðarmanna. „Það er engin kæra á Hönnu Birnu hjá lögreglunni eða ríkissaksóknara,” sagði Þórey til dæmis í skriflegu svari til DV, 10. janúar 2014, sama dag og ljóst var að málið hefði verið kært. Við þetta má svo bæta að innanríkisráðuneytið sjálft hafði tilkynnt að fyrirspurnum DV vegna málsins yrði ekki svarað.
Þá hefur ítrekað komið fram að ráðherra og hennar aðstoðarmenn hafa ekki verið samstarfsfúsir við að upplýsa málið á opinberum vettvangi. Greint hefur verið frá því í DV og hér í Reykjavík vikublaði sem og fleiri miðlum að ráðherra hafi greint Alþingi rangt frá staðreyndum málsins. Þá hefur einnig verið greint frá ítekuðum tilraunum ráðherra og hennar pólitíska samstarfsfólks til að þagga niður umfjöllun um málið á þingi, í fjölmiðlum og hjá eftirlitsstofnunum. Sjálf hefur ráðherra sagt lýst málinu sem ljótum pólitískum leik. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar og mun ekki útala mig um það fyrr en rannsókn þessa máls er lokið, að þetta sé meira en póitískur spuni. Þetta sé talsvert ljótur póltískur leikur vegna þett að málið snýst miklu meira um þá sem hér stendur heldur en um þann sem málið á að snúast um, sem er umræddur hælisleitandi. “
Starf blaðamanna felur í sér mat á sannleiksgildi heimilda og rök hníga að því að ráðherra og hennar pólitískir aðstoðarmenn hafi ekki reynst áreiðanlegar heimildir í málinu.
Ekki náðist í Þóreyju Vilhjálmsdóttur við vinnslu fréttarinnar.